Kjörþyngdin

Skilgreining á kjörþyngd: Sú þyngd sem maður hefur kjörið sér að vera í hverju sinni. Ástæðan fyrir þessu þyngdarhjali er depurð ritara eftir að hafa horft á þátt með Ally McBeal og komist að því að við hlið hennar eru allir sílspikaðir. Eitt er að halda í við sig í mat og það ætlar ritari…

Nykrar

Gott var blessað veðrið en ritarinn samt latur eftir helgina, dreif sig þó út og sá ekki eftir klukkutíma rólegu skokki um götur og út fyrir bæinn. Loftið var óvenju tært og landið fallegt í ljósaskiptunum þegar birtan vék smám saman fyrir rökkrinu og hestar frýsuðu við Kaldárselsveginn. Sagnir um nykra rifjuðust upp og einnig…

Skíði

Enn var skíðaveður og ritari ákvað að þurrka hlaupaskóna einn daginn enn og sækja Mörkina heim á gönguskíðum með Isostar á brúsa. Mikið grefilli er þetta góð hreyfing enda er maður stífur framan í lærunum og víðar eftir nokkurra tíma göngu. Maður hefur miklu meiri tíma til að horfa í kringum sig og það er…

Á skíðum

Nú var skíðaveður í morgun og ég gekk þrjá tíma í Heiðmörkinni í fínu færi. Gildi þverþjálfunar verður aldrei vanmetið. Að vísu þarf maður að læra að fara niður brekkur. En það kemur. Veðrið eins og best verður á kosið. Aftur á morgun ef maður vaknar á skikkanlegum tíma.

Hálka

Enn er hálka en annars prýðilegt veður. Maður er rétt búinn að ná sér eftir valsa og foxtrotta og hliðar saman á alla kanta. Ég hef ákveðið að danstími jafngildi 5 kílómetra hlaupi. Næst tek ég með mér Leppinblöndu á pela. Ekki veitir af. Hlaup dagsins var rúmur hálftími og ég datt tvisvar. Þettar er…

Fundur og dans

Það skal strax tekið fram að ég stundaði líkamsæfingar í gær. Við hjónin erum byrjuð á dansnámskeiði og þar er sko tekið á því lagsmaður, allir kófsveittir og lurkaðir í kálfunum því til að svífa tignarlega um gólfið og taka salinn í tíu skrefum verður maður að vera á tánum. Ég gerði konu minni þann…

Vesalingur

Glöggir lesendur sjá að vesalingur minn fór ekkert út í gær, þóttist þreyttur eftir sunnudaginn, sofnaði eins og eymingi síðdegis og vaknaði áttavilltur eftir hálftíma. En í dag var bætt fyrir letina með nær þriggja tíma skíðagöngu í Heiðmörkinni í rennifæri og blíðskaparveðri. Mjög skemmtilegt og ég ætla aftur á morgun ef tími gefst. Fomminn…

Cindy Crawford

Út klukkan tæplega níu í slabb, hálku og vatnspytti eftir meint óveður næturinnar. Hér syðra má ekki hreytast snjókorn úr lofti án þess að gefin sé út óveðursviðvörun. Heima í sveitinni var ekki óveður nema snjórinn næði fulltíða manni í læri, kindur kæmust varla úr sporunum og smalahundar töpuðu áttum.Nóg um það. Ölhópurinn lætur náttúrulega…

Letinginn

Það blasir auðvitað við að ekkert varð úr hlaupum í gær og kom þar margt til. Á lista yfir afsakanir er óvænt verkefni í vinnunni sem olli tímaskorti. En í dag var letinginn rifinn upp á rassgatinu og sendur út á Garðaholt sér til yndisauka. Hálkan er óumflýjanleg og þýðir ekki að ergja sig á…

Góða veðrið

Í svona góðu veðri er ekki annað hægt en að drífa sig út. Þessi notalega tilfinning sem vaknar seinni part dagsins að loknum störfum og fær mann til að smeygja sér í skó og galla, skeiða út fyrir bæinn og anda að sér ferska loftinu. Þetta er tíminn minn, þar sem ég fæ frið fyrir…