Við áramót

Hlaupadagbókin færir manni yfirlit á Excelformi. 2.100.70 3.369.70 269,10 103,00 Hlaup/hjól/sund/ganga. Alls eru kílómetraeiningar 4465. Fyrijólaletin og hlaupahvíldin ól af sér áhugaleysi sem verður ráðið bót á eftir áramót. Kannski maður skrifi þá oftar hérna. Annars dugar hlaup.com ágætlega þegar maður hefur fátt að segja.

Þríþrautasamband Íslands!

Nú er tæp vika síðan þríþrautafólk gerði sér glaðan dag. Þá var ákveðið að við Helgi Hinriks yrðum í vefsíðunefnd sambandsins, aðallega þó Helgi, sem dreif í síðugerð og er hún nú komið á það stig að menn eru almennt frekar kátir með árangurinn. Helgi er lipur vefsmiður og hér gefur að líta síðuna. Skoðið…

Óvirk hvíld

Hlaupalaus tilvera er undarleg. Af ýmsum ástæðum hreyfði ég mig ekkert um helgina, fór ekki í sund, steig ekki á hjólið, lá í sófa og las og eldaði svo læri fyrir stór og lítil börn síðdegis á sunnudaginn. Þegar endorfínþreytuna vantar, sef ég lítið, var kominn á fætu um sexleytið báða dagana og fannst það…

Jæja

Eftir árshátíð ÞRÍR, ÞRÍH og fleiri félaga sem byrja á ÞRÍ, í gærkvöldi, líður mér nógu vel til að hefja hér skriftir að nýju. Þar sem nóvember var mánuður andleysis hlýtur desember að marka leið upp á við. Árshátíðin fór vel fram, engin slagsmál eða deilur, enginn varð sér til skammar svo vitað sé og…