Ritskoðun og ófullkomleiki mannskepnunnar

„Ég er búin að blogga í mörg ár og alltaf ritskoðað mig í tætlur til að stíga ekki á neinar tær. Það er bara ekki hægt endalaust og hérna ætla ég bara að blaðra um allt sem mig langar til, alveg eins og mig langar til og hana nú!.“ Þetta er góð yfirskrift á bloggi.…

Áleiðis í sumarfrí

Greinargerðum er öllum lokið að sinni, enda búið að ræða málin í tætlur. Eftir framlag Gunnlaugs í stóra Laugavegsmálinu, er næst á dagskrá að ofurhlauparáð fundi og leggi drög að reglum. Mér finnst málið fullrætt á þessu bloggstigi, en tek fram að í þeirri skoðun minni felst engin þöggun. Síðan liggur leiðin í sumarfrí. Hlaupaskór…

Kaþarsis 2010

Ég er kominn í sumarfrí. Fyrsti dagurinn fór í greinargerðaskrif og uppgjör og þess á milli fékk ég vægt tilfelli af símasvepp vegna tíðra hringinga hlaupara, þríþrautarfólks og járnbræðra. Allir hafa skoðun á stóra Laugavegsmálinu, stóru Þríþrautarhneykslunum, persónum og leikendum í þessu leikriti lífsins. Mér datt í hug að líkja þessu við Kaþarsis en það…

Greinargerð og úrskurður

Í framhaldi af síðustu færslu hófst atburðarás sem lauk með greinargerð og úrskurði á triathlon.is. Þar er fjallað um meint brot keppanda á keppnisreglum í Hálfkarlinum 11. júlí, birtur úrskurður keppnisstjóra og formáli minn, sem bað keppnisstjóra um þennan úrskurð. Í anda opinnar umræðu er þessi birting á síðu Þríþrautarsambandsins.

Varnarræða ritarans

Að gefnu tilefni er þessi færsla birt, þrátt fyrir lengdina. Tilefnið er þessi færsla á bloggi Evu. Þau atriði sem varða mig persónulega knýja mig til andsvara. Því eru hér til skiptis tilvitnanir og svör. Ég ætlaði að gera athugasemd við færsluna en sú hefur ekki birst. Tilvitnun 1. Heimild evaogco.com. “…Ég er afskaplega ánægð…

Ofurhlauparáð fundar

Á fundi ofurhlauparáðs varð sú niðurstaða að leggja drög að reglum fyrir framkvæmd og skipulag ofurhlaupa. Í ráðinu eru: Gunnlaugur formaður, Svava, Elín, Jói Kristjáns og undirritaður (sem er ekki ritari ráðsins og kemur það á óvart). Því miður vantar Svövu á þessa mynd en hún var á fullu við Laugavegsundirbúning.

Fylgdarþjónustan

Ég hef hitt nokkra Laugavegsfara undanfarna daga og þá ber stóra fylgdarmálið auðvitað á góma. Þeim kom umræðan á óvart, höfðu ekkert heyrt innfrá um þetta og taldi einn þeirra líklegast að meint óánægja væri bundin við hluta af einum tilteknum skokkhóp hér á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu, sem hafði reiknað með öðrum úrslitum í kvennaflokki. Síðan fóru…

Þegar við Eddi og Pétur hlupum Laugaveginn

Þessi umræða á hlaup.com um stóra Laugavegsmálið er góðra gjalda verð. Orð eru til alls fyrst og opin umræða er betri en hvísl í skúmaskotum. Hitt er svo annað mál að þeir sem töldu að reglur hefðu verið brotnar þennan dag ÁTTU AÐ LEGGJA FRAM ÁBENDINGU EÐA KÆRU TIL KEPPNISSTJÓRNAR. Það er fyrsta skrefið og…

Innlent efni og íþróttir

Þeir sem fylgst hafa með fregnum af Laugavegshlaupinu á netmiðlunum, tóku eftir því að þær voru jafnan flokkaðar undir innlent efni. Ekki íþróttir. Keppendur á Crossfit-leikunum töldust heldur ekki til íþróttamanna. Sjálfsagt megum við þakka fyrir að lenda ekki í sama dálk og París Hilton eða Britney Spears. Þeir sem eru ekki kunnugir þessari flokkunaraðferð…