Ég var einu sinni í formi

Í dag er 6. júlí. Sumarfrísferð að baki með tilheyrandi áti. Veturinn var eins og hann var, ýmsir kvillar gerðu mér lífið leitt en það þýðir ekki að væla, heldur gera eins gott úr stöðunni og hægt er. Ég er 95 kíló. Það er 10 kílóum yfir keppnisþyngdinni 2008 þegar allt gekk vel. Ég skokkaði…

Gloria Gaynor fer í sund

Heim kominn úr sumarfríi ákvað ég að æfa markvissar í haust og vetur og reyna að komast í skikkanlegt form. Einn liður í því er að byrja að synda með 3SH fyrr en í fyrra, en þá dró ég að mæta þar til í byrjun október og var í raun alltaf sundtaki á eftir hinum…

Að detta hægt og njóta þess

Ég hef löngum brýnt það fyrir fólki að ef maður detti á hlaupum sé einboðið að gera það hægt og rólega og njóta þess. Sumir eru hrasgjarnari en aðrir og því er brýnt að þeir losni við falldóminn sem fyrst til að upplifa notalega dettu, helst á gras eða móa. Eftir það líður mönnum betur.…

Samlokan 2012 -3. kafli

Keppnishlaup: Að verkefninu loknu er rétt að huga að framhaldinu. Ég held að við vitum núna að þetta er gerlegt sem keppnishlaup og af mörgum ástæðum er eðlilegt að það fari fram í tengslum við Laugavegshlaupið og sé á forræði hlauphaldara, einkum vegna öryggisþátta, þjónustu, drykkjarstöðva á bakaleiðinni, gæslu og annars sem  ekki er á…

Samlokan 2012 -2. kafli

Í sólarhringsferð á Laugavegi er hitasveiflan mikil. Uppi á Hrafntinnuskeri er næturfrost í júlí og svo var núna. Þess vegna var langerma peysa og vindjakki í bakpoka, húfa og vettlingar. Aukasokkar til að geta öðru hverju farið í þurrt því vaða þarf minnst fjórum sinnum á milli Emstra og Skers. Okkur tókst að stikla yfir…

Samlokan 2012 1. kafli.

Samlokan: Þórsmörk-Landmannalaugar-Þórsmörk í einum áfanga á félagslegum hraða. Tilgangur: Meta leiðina fyrir keppnishlaup og athuga hvort þetta væri framkvæmanlegt. Þátttakendur: Ágúst Guðmundsson (ljósmyndari leiðangursins), Sigurjón Sigurbjörnsson, Karl Gíslason og undirritaður. Þessi mynd af okkur Samlokubræðrum í upphafi leiðangursins mikla sýnir að þrátt fyrir þreytu, blöðrur, eymsli, svita og táfýlu, var andinn alltaf góður. Þarna erum…

Bláalónsþrautin mín 2012

Bláalónsþrautin var á listanum yfir það sem ég ætlaði að gera meðan mér entist aldur og form. Það var þó með hálfum huga því ég var yfirlýstur andstæðingur hjólreiða á malarvegum og ekki varð sú andúð minni þegar ég fór æfingaferð á brautinni nokkrum dögum fyrir keppni. Þá var hún grýtt og leiðinleg og þá…

Fótadoði og hjólreiðar

Þetta er tveggja mánaða uppgjör. Ég notaði Tacx-trainerinn nokkuð vel í vetur til að réttlæta kaupin á honum og kom út á malbikið í góðu hjólaformi að eigin mati. 60 km æfingar á skikkanlegum meðalhraða eru ekki of erfiðar en fyrst og fremst er gaman að hjóla úti og þrátt fyrir kulda á stundum er…

Tacx Virtual Flow

Að eignast nýtt dót er góð skemmtun. Eftir tveggja mánaða umhugsun ákvað ég að fjárfesta fyrir elliárin í tækniundrinu Tacx Flow sem fæst í Tri.is við Suðurlandsbraut. Þar á bæ gapa menn enn yfir óvæntri roksölu á þessu tæki sem upphaflega átti að vera upp á punt í búðinni. Nú eru tvær stórar sendingar uppseldar…

Þessi fallegi dagur…

Þótt færslan hefjist á tilvitnun í Bubba Morthens, kemur hann ekki frekar við sögu. Þessi dagur var einn af þeim sem fer í safnið Góðir Dagar, því eftir leiðinda vikur er hálkan farin og við Sveinn gátum hlaupið eins og okkur hentar best því spyrnan var góð og veðrið gott. Við fórum frá SB út…