Fimm ára hvíld

Titillinn vísar til þess að fimm ár eru síðan jeg barði hjer síðast á lyklaborð, orðinn of þungur og hjassalegur vegna leti og æfingaleysis. Jeg er ekki hættur að hreyfa mig en viðurkenni leti með köflum. Núna er jeg 68 ára, bráðum 69 og finn að skrokkurinn er viðkvæmari fyrir æfingaálagi því mjer hættir til…

94 kíló

Með því að fækka æfingum og hlaupa annan hvern dag, hefur hraðinn aukist til muna og ég er kominn í 5.40 tempó, sem einu sinni hefði þótt eins og hvert annað jogg en maður þiggur það sem að manni er rétt. Eitt kíló er farið, sennilega eitt og hálft því vigtin sýndi 95.5 í  upphafi.…

Sunnudagur

„Söndagen er til að kneppe i“ sagði sögupersóna í smásögu eftir Synnöve Söe en fyrir hádegi er enginn tími fyrir svoleiðis þrekæfingar þótt góðar séu. Ástjarnarhringurinn með útúrdúrum er mitt eftirlæti og ég fór rólega fyrri hlutann því ég komst einfaldlega ekki hraðar vegna andstyttni og mæði en þegar á leið og slaknaði á þindinni,…

Sund og gönguferðir

Ég var þreyttur eftir LSD í sunnudaginn og lét nægja að fara í sund með húsfreyjunni, synti lítið en fór í kalda og heita pottinn til skiptis. Það var ágætt. Þar sem framundan er sumarfríshringur um landið, verða hlaupaskór ekki með en kappkostað verður að fara daglega í sund og reyna að jeta ekki sjoppufæði…

Það er hægt að hlaupa hægt

Þegar ég leiðbeindi byrjendum, lagði ég áherslu á gildi þess að hlaupa svo hægt að maður yrði aldrei meira en þægilega móður. Það á að vera hægt að halda uppi samræðum á rólegu hlaupi. Þetta heilræði var efst í huga á morgunskokkinu en ég var einn á ferð og varð að tala við sjálfan mig.…

Ég var einu sinni í formi

Í dag er 6. júlí. Sumarfrísferð að baki með tilheyrandi áti. Veturinn var eins og hann var, ýmsir kvillar gerðu mér lífið leitt en það þýðir ekki að væla, heldur gera eins gott úr stöðunni og hægt er. Ég er 95 kíló. Það er 10 kílóum yfir keppnisþyngdinni 2008 þegar allt gekk vel. Ég skokkaði…

Gloria Gaynor fer í sund

Heim kominn úr sumarfríi ákvað ég að æfa markvissar í haust og vetur og reyna að komast í skikkanlegt form. Einn liður í því er að byrja að synda með 3SH fyrr en í fyrra, en þá dró ég að mæta þar til í byrjun október og var í raun alltaf sundtaki á eftir hinum…

Að detta hægt og njóta þess

Ég hef löngum brýnt það fyrir fólki að ef maður detti á hlaupum sé einboðið að gera það hægt og rólega og njóta þess. Sumir eru hrasgjarnari en aðrir og því er brýnt að þeir losni við falldóminn sem fyrst til að upplifa notalega dettu, helst á gras eða móa. Eftir það líður mönnum betur.…

Samlokan 2012 -3. kafli

Keppnishlaup: Að verkefninu loknu er rétt að huga að framhaldinu. Ég held að við vitum núna að þetta er gerlegt sem keppnishlaup og af mörgum ástæðum er eðlilegt að það fari fram í tengslum við Laugavegshlaupið og sé á forræði hlauphaldara, einkum vegna öryggisþátta, þjónustu, drykkjarstöðva á bakaleiðinni, gæslu og annars sem  ekki er á…

Samlokan 2012 -2. kafli

Í sólarhringsferð á Laugavegi er hitasveiflan mikil. Uppi á Hrafntinnuskeri er næturfrost í júlí og svo var núna. Þess vegna var langerma peysa og vindjakki í bakpoka, húfa og vettlingar. Aukasokkar til að geta öðru hverju farið í þurrt því vaða þarf minnst fjórum sinnum á milli Emstra og Skers. Okkur tókst að stikla yfir…