Þriðjudagur

Fór með Garðbæingum eina sex kílómetra í Garðabæjarhálkunni margfrægu en hún er sérlega lúmsk í ljósaskiptunum. Annars var hlaupið gott og menn ræddu margt á leiðinni enda var farið á hangikjötshraða og voru allir frekar belgmiklir. Allt stendur það til bóta með hækkandi sól og stífum æfingum.

Annar í jólum

Slabb á götum og færið þungt en samt fór maður, úttroðinn eftir árbítinn í hádeginu, frekar hægt til að byrja með en eftir að Áslandsbrekkan var að baki, fór sporið að léttast og heimleiðin var drjúg. Klukkutíminn var góður og nú er verkurinn í mjöðminni nær horfinn, þökk sé húsráði Péturs formanns sem ráðlagði heitt…

Jóladagur

Þrátt fyrir lárétta rigningu og rok fór ég út í morgun og hljóp úr mér kalkún og meðlæti gærdagsins og undirbjó skrokkinn fyrir hangiket og tilheyrandi eins og undanfarin 30 ár. Garðbæingar skokkuðu reyndar líka í gær á aðfangadag en þá var hált og farið frekar stutt. Ég veit ekki hvað þetta í morgun var…

Rok á laugardegi

Myrkrið var svo svart í morgun þegar ég fór út upp úr níu að það mátti negla í það nagla og hengja þar upp hlaupadótið sitt. En það stóð ekki til, enda er laugardagur til hlaupa og bestir eru morgnarnir. Framan af var hliðarvindur en svo fór maður á lensinu út í Garðabæ þar sem…

Þriðjudagur

Ég var ánægður með hlaupið í gær, enda lögðum við Sveinn af stað snemma frá Suðurbæjarlaug. Ég er ekki frá því að verkurinn í mjöðminni sé að skána en finnst þetta orðinn ansi langur tími. Hér eftir verður ekki tekið íbúfen við honum, heldur bitið á jaxl. En veðrið var undurgott og við náðum rúmum…

Powerade

Hlaupastuðið er skrítið. Á miðvikudaginn hefði ég sennilega átt að skokka svolítið til að halda mér við því ég fann fyrir einhverju óþoli allan fimmtudaginn og var í aðra röndina ánægður þegar regn buldi á rúðu og stormur barði útveggi upp úr hádeginu. Tilvalin afsökun að hætta við að fara, vera bara heima og vorkenna…

Myrkur í Garðabæ

Nú var rafmagnslaust í Garðabæ og maður sá varla út úr augum en giskaði á stíginn lengst af. Sjö rólegir voru skammtur dagsins enda stóð ekki til að gera meira í dag. Núna sleppti ég íbúfeninu, hitaði upp með tvístigi og fann eiginlega ekkert til eftir kílómetra. Verkurinn er nokkur þegar ég stend á vinstri…

Hraður mánudagur

Við erum að hlaupa okkur upp þessa dagana, þykjumst ætla að toppa í Powerade, eða þannig. Best að vera ekki með stórar yfirlýsingar því þær koma bara í bakið á manni, kannski fer maður of hratt af stað, brennur út í efstu brekkunni og hleypur eftir það á hælunum, þungur og hjassalegur. En þetta er…

Sunnudagur

Það hafði snjóað svolítið í nótt, rétt til að mýkja sporið og rúmlega hálftíu var ég kominn út með drykki í belti og fór hægt yfir framan af, enda var hratt hlaupið í gær. Loftið tært og rakt og nú var mælirinn með og sýndi að sunnudagshringurinn er 15 sléttir. Þetta tók 90 mínútur, lengst…