1/2 Ironman í Hafnarfirði

Upplýsingar um Hálfkarlinn
2. júní, 2008
Kæru keppendur og starfsmenn.
Nokkur atriði fyrir sunnudaginn.

Starfsmenn mæti 08:30 í Suðurbæjarlaug. Þá fá teljarar úthlutað verkefnum.
Keppnin hefst kl. 09.00.
Brautaskipting er sem hér segir:

Bruce McAdam
Steinn Jóhannsson
Torben Gregersen eru á fyrstu braut /Lane 1

Gísli Ásgeirsson
Trausti Valdimarsson
Hartmann Bragason eru á annarri braut

Hákon Hrafn Sigurðsson
Stefán Drengsson
Hildur Edda Grétarsdóttir eru á þriðju braut.

76 sinnum 25 metrar, komið er 38 sinnum að bakkanum þar sem teljarar standa.
Keppendur gangi frá dóti sem á að fara á skipti-og drykkjarstöð við Krísuvíkurveg í körfur/poka sem verða til taks og verða fluttir uppeftir.
Á drykkjarstöð verða drykkir í glösum/flöskum, einnig bananabitar.
Verðlaunaafhending og uppgjör verður 15.30 í Suðurbæjarlaug.

Starfsmenn sem eru öruggir:
Viggó Þ Þórisson yfirmaður talningar og keppnisstjóri
Corinna Hoffman í talningu
Þórdís Pálsdóttir í talningu
Hrafnkell Marinósson, formaður ÍBH og sundgarpur úr SH talning
Hilmar Hreinsson, sundgarpur úr SH talning
Herdís Guðjónsdóttir í talningu og á keiluvakt við enda hjólaleggs.
Súsanna Helgadóttir tímataka.
Örn elding, hafnfirskur hlaupari í ýmis störf. Gott væri ef hann tæki að sér hlaupakeiluna og væri á drykkjarstöðinni.
Bjargey og Kolla, geta verið 2 til 3 tíma. Gott væri ef þær byrjuðu á drykkjarstöðinni, tækju með sér dót frá lauginni og hefðu einnig auga með umferð, sem verður reyndar lítil fram eftir morgni.
Vonandi gleymi ég engu en þá kemur bara annað bréf ef vill.
ATH: Brautarskoðun II er á laugardagsmorguninn kl. 09. Fylgdarsveinn verður Gísli.

Skráðir eru:
Bruce McAdam
Stefán Drengsson
Gísli Ásgeirsson
Torben Gregersen
Trausti Valdimarsson
Eiður Aðalgeirsson
Hartmann Bragason
Hákon Hrafn Sigurðsson
Steinn Jóhannsson

Hildur Edda Grétarsdóttir

Starfsmenn sem eru öruggir:
Viggó Þ Þórisson yfirmaður talningar og meðstjórnandi keppninnar
Corinna Hoffman í talningu
Þórdís Pálsdóttir í talningu
Hrafnkell Marinósson, formaður ÍBH og sundgarpur úr SH talning
Hilmar Hreinsson, sundgarpur úr SH talning
Herdís Guðjónsdóttir í talningu og á keiluvakt við enda hjólaleggs.
Súsanna Helgadóttir tímataka.
Örn elding, hafnfirskur hlaupari í ýmis störf.
Bjargey og Kolla, geta verið 2 til 3 tíma.

Myndin komin! Leiðin endar við drykkjarstöðina og eftir það á allt að liggja ljóst fyrir.
Þeir sem vilja brautarskoðun með mér eða Steini, hringja bara og fá stefnumót. Við erum mjög oft þarna upp frá við æfingar og nennum að skreppa smátúra á kvöldin. Svo kunnum við Hafnarfjarðarbrandara til að skemmta fólki.
halfur jarnkari.jpg

Hin myndin
krisuvikurvegur.jpg

UPPL’YSINGAR
15.06.2008 – Hálfur járnkarl í Hafnarfirði

Hálfur járnkarl verður haldin sunnudaginn 15. júní. kl. 9:00.
1900 metrar sund, 90 km hjól, 21km hlaup.

Mætið stundvíslega og kynnið ykkur brautina vel og vandlega.

Sund: 1900m (synt í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði) Þ.e. 76 ferðir eða 38 sinnum fram og til baka, eftir því hvað er best að reikna.

Hjól: 90 km (Ath!!! Hjálmaskylda. Engin undantekning.) Hjólaðir 7 hringir á Krísuvíkurvegi. Snúningur við drykkjarstöð sem er 4km frá Suðurbæjarlaug og hjólaðir rúmir 6km upp Krísuvíkurveg og snúið þar við.

Hlaup: Hálft maraþon (hlaupnir 4 hringir á Krísuvíkurvegi, þ.e. hlaupið frá drykkjarstöð og rúma 2,5 km upp Krísuvíkurveg og til baka fjórum sinnum)

Drykkjarstöð verður 4km frá Suðurbæjarlaug á Krísuvíkurvegi. Boðið verður upp á orkudrykki og banana.

Ath. Eftir sundið er farið út um hliðardyr þar sem hjól verða á skiptisvæði og þaðan hjóla keppendur út á Krísuvíkurveg og virða að sjálfsögðu umferðarreglur. Hringmælingar miðast við drykkjarstöðina og þar er einnig skipt frá hjóli í hlaup.

Athugið að það er takmarkaður þátttakendafjöldi!
Sendið skráningu á gisli@internet.isÞetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það , fyrir 10. júní. Gjald kr. 2000.

Laugin er 25m og bara 3 sundbrautir. Hámark 5 menn á braut.

Upplýsingar hjá Gísla s.6617848 eða Steinn, 8206291

7 athugasemdir við “1/2 Ironman í Hafnarfirði

  1. Sæll Gísli og Steinn,

    Gæti ég fengið að skoða brautina fyrir hálfa járnkarlinn á hentugum tíma eftir samkomulagi, til dæmis á laugardaginn kemur.

Færðu inn athugasemd