Hlaupafrí

Að ráði Rúnars sem nuddaði mig að þolmörkum í morgun, hleyp ég ekkert fram að jólum. Þess í stað verður hjólað og synt. Aðallega synt. Ég er sáttur við þetta, er ekki sérlega slæmur en þetta er eina leiðin til að ná úr sér verkjunum áður en þeir eiga ársafmæli. Annan í jólum verður skokkað…

Ekki hættur, bara í sundi

Ég hef ekkert skrifað hérna um hríð. Margt er þó í gangi og rétt að setja það upp í lista. Ég fór á frábæran fund hjá RM og hitti fulltrúa annarra skokkhópa. Stofnun hagsmunasamtakanna er í vinnslu og fyrsta skrefið verður tekið þegar Ívar kemur heim frá NZ. Samstarf við FRÍ er á leiðinni á…

47.30!

Í dag er ég glaður, í dag vil ég hlaupa… Þetta gæti verið byrjun á kvæði og varð reyndar að einhverju rímrugli í huganum meðan ég streittist upp brekkuna í Powerade og hrækti slími í allar áttir og reyndi að standa ekki átakanlega á öndinni. Á þessu kvöldi kom ekki annað til greina en að…

Hagsmunasamtök hlaupahópa

Við Ívar og Formaðurinn hittumst í hádeginu yfir súpu og brauði og ræddum um stofnun hagsmunasamtaka hlaupahópa, sem myndu berjast fyrir góðum málum sem varða alla hlaupara, svo sem réttri framkvæmd götuhlaupa, (mælingar, tímataka, verðlaunaafhendingar og fleira) lýsing og mokstur á göngustígum yfir vetrartímann, sameiginlegu laugardagshlaupi allra hópa á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu, samstarfsverkefni hópa, stuðningur milli hópa…

Fúll á móti fer í laugina

Ég hef ekki mætt á Garpaæfingar síðan ég fór í fýluna, en syndi samt og hef gaman af því. Ég vil hafa nægan tíma til að teygja eftir æfinguna, bæði í lauginni og í heita pottinum og finn hvernig stuttu vöðvarnir lengjast hægt og bítandi. Þar sem miðvikudagurinn varð heimadagur, barði ég mitt lyklaborð fram…

Maraþon á RÚV

RÚV hefur undanfarin ár sýnt stutt myndskeið frá NY Maraþoninu og brá ekki út af þeim vana sínum núna. Þetta kemur á fréttastreyminu og einboðið að nota tilbúið myndefni með smá texta. Sigurvegarar sáust koma í mark og yfirlitsmyndir gáfu fjöldann til kynna. Það ber að hrósa fréttamanni fyrir að geta þess í upphafi að…

Hlaupahópur kemst í fréttir

Þessi frétt DV er ein af þeim mest lesnu í dag. Hún er byggð á frásögn ritara Hlaupasamtaka lýðveldisins, Ólafs Kristjánssonar, sem er afar duglegur að færa æfingasögur til bókar. Í þessum hópi eru margir fræknir kappar og skal fyrsta telja þá Ágúst Kvaran og Sigga Ingvars, Jörund og Nafna. Allt fólk sem treður ekki…