Íslenskir tennisafreksmenn lengi lifi!

Algengasta röksemd íþróttafréttamanna þegar þeir vilja verja efnisval sitt í íþróttafréttum eða þáttum, er að þetta sé það sem fólkið vill sjá og njóti mestra vinsælda eða hafi flesta iðkendur. Þetta eru prýðileg rök þegar knattspyrna og golf eiga í hlut, sem hafa rúmlega 30% skráðra iðkenda. Auðvitað er rétt að þjóna þessum hópi. Samt…

Árni er ekki endilega úr járni

Á fundi ÞRÍ á Súfistanum bar margt á góma og sumt frekar minnisstætt. Þar heyrðist þessi setning: „Þríþraut er ekki bara Ironman.“ Ég rifjaði þetta upp í spjalli við mann sem ég veit að langar til að prófa þríþraut en sagði eitthvað á þá leið að hann ætti enga samleið með „ykkur járnkörlunum.“ Ég mótmælti…

Góðir syndarar

Eftir tvo glataða daga vegna kvefpestar fyrir neðan haus synti ég á sunnudaginn og hljóp í gær. Síðan lauk deginum á baráttufundi ÞRÍSH í hátíðasal Ásvallalaugar þar sem Mladen sundþjálfari kannaði lið sitt fyrir komandi átök. Eftir rúma viku þarf maður að rífa sig upp rúmlega 05:00 að morgni, gleypa einn banana og halda til…

Súfistar og Kölnarvatn

Stjórn ÞRÍ og fylgifiskar sat á fundi á miðvikudagskvöldið í fundarherbergi sambandsins að Súfistanum í Hafnarfirði. Afrakstur fundarins var drjúgur, skipað var í vinnunefndir um keppnisreglur, mótaskrá næsta árs, viðurkenningar og þess háttar og formanni og aðalritara falið að sjá um skýrslur fyrir aðalfund ÞRÍ sem verður 22. október í Ásvallalaug, hefst stundvíslega klukkan hálfátta…

Regluveldið

Í dag var hádegisfundur hjá stjórn FM og fylgifiskum stjórnar að Vífilfelli í Árbæjarsveit. Þar bauð óðalsbóndinn og formaðurinn í sjávarfangssúpu með brauði en áður hafði haustmaraþonið verið skipulagt á sléttum 29 mínútum. Verkaskiptingin er ljós, allir axla sinn bagga og hlakka til að sjá sem flesta við rásmarkið eftir sléttan mánuð eða þar um…

Fullkominn dagur

Sumir dagar eru fullkomnir. Þá gengur allt samkvæmt áætlun og í lok dags dæsir maður af ánægju með dagsverkið. Þessi dagur var einn af þeim. Ég byrjaði á því að vakna hálfsex, enda þarf maður að æfa sig að vakna þegar morgunæfingar ÞRÍSH hefjast. Eftir staðgóðan morgunverð og kaffi var unnið til átta en þá…

Punghnakkur og morguntúr Bjarts

Fríður hópur kom saman við Ásvallalaug í morgun, tólf eins og postularnir, og byrjuðu menn á því að skoða nýja hnakkinn hans Steins, sem þótti ákaflega framúrstefnulegur í hönnun, enda punghnakkur. Eins og sjá má af myndinni er gert ráð fyrir því að hjólreiðamaðurinn hagræði hreðjum sínum í hnakkraufinni, enda eru þessir hnakkar líka til…

Uppskera og sáning

Í gærkvöldi var uppskeruhátíð hlaupahóps FH í veislusal Ásvallalaugar og var öll hin glæsilegasta. Góðmeti var á boðstólum en aðalrétturinn fyrir okkur Stein var ís með súkkulaðisósu og fengum við samtals fimm skammta, sem runnu þokkalega niður þrátt fyrir að við hefðum fengið vel af keti og meðlæti í aðalrétt. Töframaður lék listir sínar, happdrættisvinningar…

Kvöld eftir kvöld

Hátíðafundur stjórnar FM í samvinnu við Powerade-hlaupakeðjuna fór fram í gærkvöldi þar sem fólk stundaði prótín, etanól-og kolvetnaneyslu í ýmsu formi og ræddi um hlaup og þrautir þar til viðstaddir makar ranghvolfdu augunum og fækkuðu fötum. Þetta síðastnefnda var vegna hita á svæðinu, ekki vegna umræðuefnisins. Óðum nálgast haustþonið og herma fregnir að þar ætli…

Prógrammið

Ég tók til æfingaprógramm fyrir þá félaga í skokkhópnum sem vilja bæta sig í hálfu maraþoni í haust (FM) og þótt ég verði við tölvuna þennan dag eins og undanfarin ár, hef ég fylgt prógramminu samviskusamlega og er nokkuð sáttur við aukinn hraða undanfarnar vikur. Takmarkið fyrir næsta sumar er fyrst og fremst að auka…