Hægt og bítandi

Fór út að skokka á sunnudaginn, frekar hægt en var hálftíma að í rigningu og kulda og fannst það prýðilegt eftir brekkurnar daginn áður. Ég er nokkuð viss um að merja formannsþonið alla leið, jafnvel þótt maður verði að labba svolítið en hvað gerir maður ekki til að kætast með fommanum? Í dag var vaknað…

FÍFUR

Þótt hér sé sjaldnar ritað en áður þýðir það ekki að maður liggi í leti. Fínt hlaup síðasta sunnudag eftir mikla hjólreiðaviku og í gær bauð grasrótarfélagið FÍFUR upp á góða samfylgd. Það var stór hópur sem lagði upp frá Suðurbæjarlauginni og skörtuðu margir Forerunner-tækjum sem eru orðin svo fullkomin að halda mætti að þau…

Loksins, loksins

Loksins kom að því að maður reif sig upp á rassgatinu og mætti í Ölhópshlaup. Þar sem formaðurinn hefur mætt með Laugaskokkara sína á Ölhópstímunum og nú var farið frá Suðurbæjarlaug átti ég tvo kosti. Lýsa mig aumingja með hor og sitja heima eða mæta og bíta á jaxlinn. Þarna var fyrir fríður flokkur og…

Allur á hjólum

Ég fletti gömlum Runner’s World blöðum og fann tvær frásagnir sem glöddu mitt þrekhjólshjarta. Annars vegar sagði léttgeggjaður langhlaupari frá því þegar hann ökklabrotnaði og varð að vera í gipsi í sex vikur en þoldi ekki hreyfingarleysið, fékk sér þrekhjól og á hverjum degi batt hann gipsið við pedalann og hamaðist í klukkutíma. Hann hélt…

Út úr skápnum

Það er rétt að segja hverja sögu eins og hún er. Ég hleyp lítið þessa dagana en sit þeim mun meira á þrekhjóli mínu og stíg það tímunum saman eins og hver annar hamstur, hef lengst haldið út í 100 mínútur. Eftir slíkar æfingar má vinda hverja spjör og skúra gólfið. Að vísu er glugginn…

Hið vikulega hlaup

Hlaupið var í gær, fór friðsamlega fram, enda aðeins einn þátttakandi og fór hann með sigur af hólmi. Ýmislegt hefur orðið til að vekja snefil af áhuga undanfarið og má nefna aðalfund UMFR36 þar sem formaður kynnti vesturför sína við góðar undirtektir. Á föstudaginn hringdi einhver fregnritari frá DV, vildi spjall fyrir mánudagsblaðið og þótt…