Járnkarlinn

Kölnarkarlinn. Þetta er slóðin á síðuna. Kannski verður Sport Tracker svo hægt sé að fylgjast með okkur. Það kemur í ljós. Við keppum á sunnudeginum 7. september. Startlistinn er á netinu. Ég er númer 101.

Aðalritari gerist fréttaritari

Ég hef slegið eign minni á titilinn Aðalritari og skreyti mig gjarna með honum. Í gær og dag hef ég setið við tölvuna og leikið fréttaritara, fylgst með Bibbu á sinni leið við Mont Blanc, þar sem hún varð því miður að hætta, og seinna þeim bræðrunum og Ásgeiri Kópavogsjárnkarli að fara allan hringinn. Þetta…

Fullur af orku

Mér leið afar vel á síðdegishlaupum í dag. Hitaði upp á rúmlega 5 mínútna tempói og fór síðan með skokkhópnum kringum Vífilsstaðavatn í blíðu og rigningu og fann hvernig fæturnir voru léttir og verkjalausir og það hefur ekki gerst lengi. Alls var dagskammturinn tólf kílómetrar og svo var sest í pott og teygt vel. Kölnarfiðringurinn…

Kleifarvatnssund hið fyrsta

Við tróðum okkur allir í ritarajeppann, Trausti í framsætinu og Eddi, Torben og Steinn í aftursætinu. Það á að rúma þrjá fullorðna en allt eru þetta stórir menn og lappalangir. Síðan var ekið greitt að Kleifarvatni og að vík við austurenda vatnsins. Þar var stiklað á hrjúfu grjóti og farið í blautbúninga. Ég var í…

Kleifarvatnssund í dag

Ég lagðist í þunglyndi í gærkvöldi og gekk haltur um húsið eins og eymingi, át íbúfen og verkjalyf til skiptis og hugleiddi að sofa í blautbúningnum til að auka á vesöld mína og sjálfsvorkunn. Svo eldaði ég tvöfaldan hafragrautarskammt í morgun og fór til Rúnars sem nuddaði mig nærfærnum höndum og sagði að verkurinn væri…

Sjúkraþjálfun og sund

Eitthvað gengur illa að koma lærinu í lag og ég fann nógu mikið til eftir hádegi í dag til að hlaupa ekki, heldur fara í sund og synda þar til vall út um eyrun. Enn eru nógu margir dagar til stefnu að koma sér í gott stand, en ég hlakka mest til að hvíla þegar…

Hjól, sund og teygjur

Þrátt fyrir rok og rigningu hjólaði ég 38 km í gær á Marelhringnum, sem er í Hafnarfjarðarhrauni og þar er þokkalegt skjól fyrir vindum vegna hljóðmana og hárra bygginga. Þetta er sirka 1200 metra hringur og eftir 15 hringi voru starfsmenn við götuna farnir að veifa mér. Svo fór ég í sund, synti frekar lítið…

Hættur við að saga af mér fótinn

Ég fór til Rúnars í morgun, sem hamaðist á mér þar til ég vældi eins og stunginn grís, en sagði Rúnari að taka ekkert mark á vælinu. Hann gerði það heldur ekki og hélt sínu striki, nuddaði rösklega og stakk mig með nálum og teygði svo vel á öllu. Seinnipartinn synti ég svo fimm kílómetra…