Netslóðir

Það er lengi hægt að lifa á skemmtilegu maraþoni. Í gær gerðist ég áskrifandi að Runners World gegnum netið. Það kostar bara 50 dali og maður fær í kaupbæti að sækja sér Runners Log sem er hið merkasta forrit til að skrá hlaupin í sumar. Sparnaðurinn af bókabúðarverðinu er 50%. Fyrsta eintakið kemur svo eftir…

Ég hljóp

Það er allra meina bót að fara út í svona góðu veðri og hlaupa. Ég var eitthvað svo merkilega léttur á mér í dag. Sennilega er það þessu hressandi maraþoni að þakka. Hlý golan lék við mig og hundana á Álftanesinu og kafloðnir hestar góndu öfundaraugum á hlauparann sem rann skeiðið frjáls og óháður. Ég…

Geðlægð

Ekkert hlaupið í dag vegna geðlægðar. Hins vegar var blöðrustunga í hádeginu en það er hátíðleg athöfn sem hlauparar þurfa oft að framkvæma. Verkfæri eru stoppinál, skæri og flísatöng. Oftast er auðvelt að stinga á blöðrum en í þetta sinn voru þær undir nöglunum á vísitánum báðum megin. Skórnir voru mér ekki þröngir heldur losnar…

Einmunatíð

Enn er einmunatíð, harðsperrur að hverfa og ritarinn másaði sig gegnum sex kílómetra og fór hægt yfir.Allt er autt og hitamælirinn sýndi 10 gráður í Hafnarfirði og næsta nágrenni. Nóg af svita í þetta sinn. Vorhugur er kominn í hafnfirska ökumenn og þeir aka hratt þar sem á varla að aka hratt. Grófastur allra var…

Sperrur

Svolítið erfitt að komast niður stigann í morgun. Harðsperrur hist og her en ekkert sem ibúfen slær ekki á. Dundaði mér lengi morguns við að uppfæra maraþonskrána og upphugsa nýja framsetningu á henni. Eftir því sem ég gekk oftar niður stigann að sækja mér kaffi og staulast aftur upp fann ég hvað mér leið í…

Vorþon 25.3.2000

Nr Nafn Hlaupatími 1 Ingólfur Arnarson 03:14:05 2 Jósep Magnússon 03:17:39 3 Trausti Valdimarsson 03:17:43 4 Ágúst Kvaran 03:23:10 5 Pétur Helgason 03:24:27 6 Sigurður Ingvarsson 03:27:45 7 Þorsteinn Ingason 03:29:58 8 Halldór Guðmundsson 03:30:55 9 Svanur Bragason 03:34:43 10 Þröstur Már Pálmason 03:36:26 11 Magnús Guðmundsson 03:36:31 12 Gísli Ragnarsson 03:43:04 13 Ívar Adólfsson…

Vorþon 2000

Vaknaði kl. 6 af einskærri tillökkun, las Moggann, klappaði kettinum og dundaði mér við það heillengi að taka allt til fyrir hlaupið. Veðrið var eins og best verður á kosið. Ég var kominn út á Ægissíðu vel fyrir átta og hringdi í Pétur sem var auðvitað að redda einhverju. Síðan kom Bryndís, fyrsti hlauparinn og…

Misuno

Hvíld í dag og spjall við Pétur sem heimsótti þá MIZUNO menn. Þeir ætla að gefa félaginu fimm skópör fyrir laugardaginn sem verða notuð til verðlauna. Engin furða þótt heyrðist vel í formanninum. Ákveðið var að skórnir yrðu í forgjafarflokki og ritari krafðist þess að fyrsti stjórnarmaður í mark fengi skó. Það var fellt! En…

Góð gjöf

Drottinn minn, er dansæfing í kvöld, segir í gömlum slagara. Jú, svo sannarlega, segir í öðrum slagara. Vegna aðsteðjandi forgjafarþons var ekki hlaupið hér á bæ, heldur aðeins teygt og liðkað sig. Dans er æfing, í það minnsta eins og ég stunda dans. Maður á að ganga hraustlega að hverri íþrótt. Að auki er puðað…

Vorjafndægur

Vorjafndægur voru í gær og vor er í lofti, sólin skín og fuglarnir syngja. Fundur í stjórn FM í hádeginu hjá Jóni. Alls eru keppendur orðnir 29 og jafnvel von á fleirum. Ákveðið að láta grafa á alla verðlaunapeningana nafn þátttakandans ásamt FM Mars 2000 og hafa veglegri verðlaun í forgjafarflokki en án forgjafar. Það…