Hlaup og sund

Æfingapakki dagsins hófst á 15km rólegu hlaupi með Garðabæjarhópnum og voru nokkrir sprettir innifaldir, aðallega til að stilla nýjan Garm sem var með í för. Síðan var skroppið heim að gleypa í sig kvöldverðinn og svo tók við fyrsta alvöru sundæfingin eins og þjálfarinn orðaði það. VIð syntum alls 2500 metra með upphitun og var…

Hvíldardagur

Ég gerði ekkert í gær nema vinna, éta og sofa. Það er ágætt svona inn á milli. Strengurinn angrar mig í lærinu og skrokkurinn var almennt lúinn og þurfti frí. Þessir samlokudagar taka á því mér gengur illa að synda hægt og þetta endar alltaf með einhverjum átökum. En það stytti stundir að lesa frásögn…

Að anda báðum megin

Þetta kann ég ekki enn í skriðsundinu. En þjálfarinn telur mig geta lært það með tíð og tíma, vill að ég eignist sundfit til að auðvelda mér að ná tökum á þessari kúnst og setti merkilega lítið út á tæknina í kvöld. Við syntum 10 sinnum 25 metra með fótasprettum og rólegu til skiptis og…

Samlokudagur í sólskini

Ég skrapp í Kópavogslaugina í morgun, synti mína þúsund metra og sníkti síðan kaffi og ostaköku hjá pabba og mömmu, því umferðin var á snigilshraða og einboðið að bíða fram yfir kl. 9 til að halda til höfuðstaðarins. Sennilega hefði ég mátt borða meira yfir daginn eða klæða mig minna fyrir hlaupið í góða veðrinu…

Dagur með Skotta

Þegar barnabörnin voru farin, sofnaði kettlingurinn örþreyttur eftir leiki helgarinnar. Aðrir höfðu næga orku eftir og við Skotti fórum í langan leiðangur, hjóluðum eina 60 km, frá Vallarbyggð og kringum Arnarnes og Kópavog, þaðan eftir Ægisíðu og út að Gróttu, síðan maraþonleiðina inn að Vogum og þaðan yfir í Elliðaárdal og um Fossvog og Ingibjargarspöng,…

Vakað með Bibbu og Berki

Börkur Árnason lauk núna í morgun hlaupinu kringum Hvítafjall (Mont Blanc). Þetta eru 163 km yfir fjöll og dali og er hrikaleg þrekraun sem sést á því að 48 tímar eru gefnir til aðfara leiðina. Þegar þetta er ritað er Höskuldur Kristvinsson enn á brautinni en nálgast markið. Allt þetta og fleira má lesa á…

Laugardagur með barnabörnum

Þegar barnabörnin koma í dekurdag hjá afa og ömmu hefur það forgang. Þess vegna var ekki hlaupið í morgun, heldur farið í sund í rauðabítið og syntir 2 km á bringu og skriði og tekin ýmis drill eins og þjálfarinn hefur kennt manni á æfingunum. Þarna voru margir að æfa sig og sumir með sundfit.…

Skotti

Við Steinn fórum í Markið í dag og vorum þar í klukkutíma að skoða hjól og velta vöngum. Það er alvörumál þegar nýtt hjól er keypt í hjörðina og að afstöðnum mælingum var ákveðið að ég færi heim með Scott Speedster 30, 8,9 kg þungt hjól, 20 gíra og afskaplega flott. Með þessu var keyptur…

Ég kann ekki baksund

Loksins er prógrammið orðið eins og það á að vera. Ég skokkaði rólega eina 13 km fyrir kvöldmat og fór að áti loknu á sundæfingu þar sem þjálfarinn setti hinum fyrir sitt lítið af hverju og kenndi mér eitthvað í hverri ferð. Ég lærði skárri fótatök í skriðsundi og bringusundi, fékk kút og var látinn…

Skynsemin ræður

Ég keypti tvisvar bíl undir þessu kjörorði. Þetta var auðvitað Trabant, lítill, eyðslugrannur og hægfara, en hræódýr og hentaði mér vel. Mig langar reyndar að eignast Trabant til að hafa í hlaðinu hjá mér en það er önnur saga. Fyrirsögn færslunnar ræður för. Ég sat á móti ungum og þreknum bankasveini í morgun og talið…