"Sjaldan hef ég flotinu neitað"

Ég afhenti tengdasyni mínum rauða fótakútinn minn til varðveislu. Ég sá fram á að nota hann ekki á æfingum og því er einboðið að sá sem er að taka sín fyrstu skriðsundstök, njóti góðs af flotinu. Þar með er komin skýring á gömlu máltæki sem hingað til hefur verið kennt við tólg og feiti og…

10% samkynhneigð

Á haustþingi Bjarts kynnti ferðaskrifstofa HH væntanlega Kölnarreisu Bjartsbræðra og maka þeirra. Margt athyglisvert kom þar fram sem hreif hugann og muna allir eftir kortinu með HM búðunum. Í fjölmiðlum í morgun bættist einn fróðleiksmoli í safnið: „Útfararstjórar í Köln í Þýskalandi hafa vakið heimsathygli fyrir líkkistur sínar sem eru sérstaklega hannaðar fyrir samkynhneigða. Þeir…

Soðinn bakstur

Ég ætla að ná úr mér verk í hnénu með köldum bökstrum og nuddi. Kaldir bakstrar eru góðir, einkum Bónusbakstrar. Þeir fást í frystinum. Bestir eru 250 gramma pokar af grænum, gaddfreðnum baunum. Ég tek einn poka út úr frystinum, lem honum við köttinn til að losa baunirnar sundur og legg hann síðan að hnénu,…

Fugl eða fiskur?

Æfingavikan hefur hvorki verið fugl né fiskur. Þriðjudagurinn varð hvíldardagur vegna uppsafnaðrar þreytu því nú er vertíð hjá þýðendum og hver skjalabunkinn rekur annan. Í uppgjöri hrunsins verður að snara samningum, gerningum, reglugerðum, svikum, falsi og prettum útrásarvíkinga erlendis á íslensku og nú eru allir vinnudagar langir. Miðvikudagurinn fór í hausverk og slen og fimmtudagurinn…

Vatnshöfuð

Á miðvikudagsæfingunni reyndi Mladen að kenna okkur veltuna, sem á að spara manni eina sekúndu á hverjum 50 metrum. Hugmyndin er góð en framkvæmdin heppnaðist ekki hvað mig varðar því ég fell iðulega á samhæfingarprófum þegar þarf að gera margt samtímis. Ég ætti að vera ánægður með að geta klappað saman lófunum. Veltukennslan fór fyrst…

Hreðj

Um hegðun í sturtuklefa karlmanna gilda fáar en einfaldar reglur. Menn afklæðast hratt og fumlaust, þvo sér rösklega, einkum um hreðjar og bakdyr, þar sem líklegast er að safnist ýlda í dagsins önn. Meðalsundmaður er að jafnaði 2:24 mínútur að afklæðast, þvo sér og stökkva í skýluna. Allt þar fram yfir er hangs, en það…

Ket og flugsund

Í gærkvöldi hittust syndarar í SH og ÞRÍSH í hátíðasal félaganna á Ásvöllum. Þar hafði verið slátrað saklausum lömbum og þau grilluð til að belgja út kviði viðstaddra og máttu menn misjafnlega við því. En lambið var gott, borið fram með konfekti og kartöflusalati. Á svona stundum skiptast menn á reynslusögum, ræða framtíðarmarkmið, herða sig…

Húsráð fyrir syndara II

Óðum stækkar hópurinn á morgunæfingum og brátt ríkir þar jafnrétti kynjanna í sinni bestu mynd. Karlar eru enn miklu fleiri en þótt konurnar séu færri, eru þær hraðskreiðari og sáust þess glögg merki í morgun þegar Birna mætti og kitlaði iljarnar á Óðalsbóndanum í testinu, sem synti eins og hraðbátur fyrir vikið. Engin furða að…

Húsráð fyrir syndara

Sú skylda hvílir á okkur eldri mönnunum í ÞRÍSH að miðla þeim yngri af viskubrunni okkar því við höfum margt klórvatnið sopið og erum gamlir í (sund)hettunni. Sumir piltanna eru svo fákunnandi að þeir vita ekki hvað snýr fram og aftur á sundskýlu og það er ávísun á slæmt tískuslys á bakkanum. Aðrir hafa slysast…

76

Fjölmennt var á sundæfingu í morgun. Orðstír Mladens berst víða og nú er tekið við umsóknum um inngöngu í hópinn. Við vorum sjö á minni braut þar sem Óðalsbóndinn, Robbi og Ritstjórinn fóru fyrir og nú var enginn tími til að pústa milli setta því SF var 76 og er það hæsta tala sem við…