Mánudagur í apríllok og Krabbameinshlaupið

Mánudagar eru hraðir í miðjunni og á heimleiðinni en annars förum við á Álftanesið eða Setbergið eftir því hvort brekkustuð eða sléttlendisstreð er í gangi. Núna er verið að hlaupa sig upp fyrir Flugleiðahlaupið og gengur bærilega nema hvað verkurinn aftan í lærinu tók sig upp einu sinni enn þegar átökin voru sem mest og…

Stefnumót í Heiðmörkinni

Við fórum af stað um níuleytið að vanda frá Suðurbæjarlaug og byrjuðum á því að kasta kveðju á Pétur Frantzson sem þar var mættur með Rögnvald í taumi og átti von á fleiri Laugaskokkurum sem hugðu á bjarmalandsferð upp að Kaldárseli. Við bundum fastmælum að hittast á leiðinni. Síðan fórum við Sveinn til Garðabæjar, mjög…

Maraþonhlauparinn sem dó

Félagi Jörundur færði mér grein um manninn sem dó í London-maraþoninu. Þetta er lausleg þýðing á henni: David Rogers fitness-leiðbeinandi frá Milton Keynes, hneig niður eftir hlaupið og lést á sjúkrahúsi í Charing Cross. Í ljós hefur komið að banameinið var vatnseitrun eða hypotraemia, sem á sér stað þegar svo mikið vatn er í líkamanum…

Fimmtudagur í Krikanum

Ég fór ekkert út á þriðjudaginn vegna anna í vinnunni og svaf illa fyrir vikið því maður verður háður þessari daglegu hreyfingu. Þess vegna skokkaði ég tíu í gær og sat lengi í pottunum eftir það og þá var allt í stakasta lagi. Í dag var farið í stuttbuxum út á Krika og hlaupið á…

Mánudagur með harðsperrum

Ég asnaðist til að fara að tína upp rusl kringum húsið í gær og stóð ekki rétt að verki, reyndi of mikið á hnésbótarsinar og var undarlega stífur í morgun. Hafði reyndar farið út að skokka um morguninn en lenti í því niðri við sjóinn að grimmur hundur rauk í mig og sýndi endajaxlana og…

25

Vikan varð alls 65 þegar upp er staðið. Ekki eins mikið og reiknað var með en ég finn mikla þreytu í skrokknum og var ekki alls kostar í stuði í morgun þegar við fórum þessa 25 sem áttu að verða 30 en verkur í hægra hné, (nýr verkur) kom í veg fyrir það. Ég held…

Sumarið er tíminn

Sumarið er tíminn, þegar hjörtun fara á stjá og púlsinn er 155 í fimm kílómetra meðan lungun fyllast af köldu lofti og maður byrjar að hósta á þriðja kílómetra. Þetta fjölmenna og skemmtilega hlaup boðar alltaf upphaf hlaupasumarsins og þeir sem mættu á stuttum, eiga hrós skilið því næðingurinn var kaldur. Við í Skokkhóp Garðabæjar…

Skokk eða brokk

Líðanin eftir brekkudaginn mikla var góð og á leiðinni sannaðist að 5 mínútna tempó er notalegur hraði þegar maður er orðinn heitur. Reyndar varð hann aðeins meiri á heimleiðinni hjá okkur Sveini því hratt skeiðar heimfús hlaupari. Þetta er ævafornt máltæki, sennilega úr Njálssögu, eins og margt spekingslegt. Þetta varð 15 km dagur.

Boston og Setberg

Á netmiðlum í dag kom fram að í Bostonþoninu væri íslenskt veður, hífandi rok og rigning og rætt var um að fresta hlaupinu en af stað fóru þó allir, ekki annað hægt, og hérna gefur að líta árangur Íslendinganna. Veljið Iceland í Country of Residence og smellið á Search. Þarna er slatti af bætingum, reyndar…

Hundrað!

Þetta var merkisdagur. Í fyrsta sinn í mörg ár fer vikan í 100 km og hlaupastuðið er með besta móti. Það var vaknað með fuglum og farið út stundarfjórðung í níu, haldið til Garðabæjar til móts við hópinn og með honum út fyrir Arnarnes og Kársnes, út að Víkingsheimili og út fyrir Mjóddina og þar…