Magakveisan

Ég var svo óheppinn að fá túrhestaræpu eins og hún nefnist. Þá gengur allt niður af manni og frekar hratt. Hér er apótek á næsta götuhorni og þar horfði lyfsalinn íbygginn á mig og spurði: „Niðurgangur eða krampar?“ Ég nefndi það fyrra og þá greip hann glas úr þéttskipaðri hillu. Þetta voru aðallyfin í apótekinu.…

Vatn og vellíðan

Sparneytni á hlaupum felst í því að lágmarka óþarfar hreyfingar, halda höndum á réttum stöðum, hafa skrefin lág og létt og tilsýndar á helst að líta út fyrir að maður fari ekki hratt. Vala vinkona mín hefur til dæmis þennan stíl. Engin óþarfa eyðsla. Ég komst að þvi hvað maður eyðir á hálftíma hérna í…

Kálfarnir

Ég hélt stuttan fund með sjálfum mér í gær og ákvað að bíða með öll hlaup þar til verkir í kálfum væru horfnir. Þeir hafa eiginlega verið til staðar síðan á Laugaveginum eftir krampana miklu á söndunum og miðað við lokasprettinn í RM sýnist mér einboðið að fá sig góðan af þessu. Einhvers staðar las…

42

Ég hef stundum byrjað frásagnir hér á tölum. Þetta er hitinn klukkan níu í Marmaris þar sem sumarkaldir Íslendingar þurfa loftkælingu til að geta sofið og þrifist í suðrænu sumri. Inn um gluggann berast stundum bænaköll því hér er eittvað um trúrækið fólk með tilheyrandi glampa í augum og kappklæddir skulu gestir í moskum vera.…

Ég vil stilla mína strengi…

Strengir í kálfum eru í sögulegu hámarki. Á sunnudaginn gekk ég eins og Stekkjastaur, veifaði handleggjum eins og keppandi í göngu og vakti hæfilega kátínu húsfreyjunnar. Milli þess sem gengið var um gólf, var setið og hvílt sig og við allt uppistand bergmáluðu kveinstafir um húsið. Í dag fór ég í apótek og keypti magnesíumtöflur…

3.39

Það fór svo þegar á reyndi að ekki var innistæða fyrir 3.29. En það kemur bara næst. Við Grétar fórum saman út og með okkur Magnús Selfyssingur ásamt fleirum og hópurinn taldi um tíu manns á tímabili. Við brutum vindinn til skiptis, stönsuðum við allar drykkjarstöðvar og þömbuðum minnst tvö glös hvert og leið ágætlega…

Vikan fyrir þon IV

Þá er allt til reiðu. Ég sótti gögnin inn í Höll, hitti mann og annan, sá lifandi sönnun þess að hlauparar eignast hlaupabörn því Hilmir Arnar og Báruson tekur sig vel út á hlaupaskóm og fer hratt yfir svo ekki sé meira sagt. Svo var auðvitað komið við hjá Torfa og keyptir skór og gel,…

Vikan fyrir þon III

Ég þoldi ekki við núna síðdegis, eftir tveggja daga hvíld og át, dreif mig í stuttbuxur og bol, fór kringum Ástjörnina á 5 mínútna tempói og leið undur vel. Það var ekki annað hægt. Ég fann að lappirnar eru ágætlega hvíldar og nokkuð léttar og orkan nóg. Þetta er gott hlaupaveður en gjarna mætti vera…

Vikan fyrir þon II

Næring og hreyfing haldast í hendur. Núna þegar ég hvíli, er lystin ekki mikil en maður borðar samt. 3-4 brúsar af hleðsludrykk á dag síðan kl. 4 á þriðjudaginn og vigtin sýnir að eitt kíló hefur bæst við. Ég þykist viss um að þetta kíló sé eldsneytið fyrir laugardaginn og verður því eftir einhvers staðar…

Vikan fyrir þon

Eftir hvíld í gær og á föstudaginn er þreytan loksins horfin úr skrokknum og við Grétar vorum léttir á okkur út í Garðabæ í dag og heim með viðkomu í Áslandsbrekkunni sem liggur frá Setberginu og er næstum kílómetri á lengd þegar allt er talið. Þetta er brekka fyrir fullorðna. Núna er talið niður í…