Í útlöndum er alltaf skjól

Við húsfreyjan erum í Salobrena, sem er smábær á Spánarströnd, lítum á þetta sem verðskuldað vorsumarfrí eftir sérstakan vetur að mörgu leyti. Ég hef skokkað hér á morgnana, hálftíma til 45 mínútur, finnst það gott og hressandi en er enn afar mæðinn og hraðinn er lítill. Brjóstverkirnir eru á undanhaldi og ég finn mikinn mun…

Hver langferð hefst…

Ég hélt upp á sumarfrí og niðurstöðu doktors með morgunskokki í nepjunni. Dúðaður rölti ég 8 km á 7.30 tempói, sem er næsti bær við gönguhraða en hentaði mér ágætlega. Sporið er þungt, stutt í mæðina og þyngslin en samt er þetta betra en að gera ekkert. Eftir þriggja vikna aðgerðaleysi var komið nóg. Ég…

En hjartað, það var gott

Svo segir í kvæðinu um Svein Dúfu, sem Magnús Ásgeirsson þýddi listavel á sínum tíma. Nú stendur yfir leit að því sem hrjáir mig og kemur í veg fyrir aðra áreynslu en léttar gönguferðir og garðvinnu. Fyrir rúmri viku hitti ég hlaupara sem er líka sérfróður um hjarta og fór í áreynslupróf, hjartalínurit og ómskoðun…

Breyttir tímar í maraþoni

Þetta er merkileg frétt. Hér segir frá Green Bay maraþoninu sem var vegna mannlegra mistaka of langt. Vegna mælingavillu hlupu allir um 300 metrum lengra en sem nam 42.2 km. Skipuleggjendur fengu kvartanir frá hlaupurum sem vísuðu til GPS mælinga á hlaupaúrum sínum og þótt almennt sé ekki hægt að reiða sig á GPS-hlaupaúr til…

Kópavogsþrautin 2011

Það var gaman að koma í Kópavog í morgun, horfa yfir skiptisvæðið og rifja upp gamlan Stuðmannatexta („Ég hef aldrei áður séð, aðra eins gommu af reiðhjólum“). Þarna voru fákar af öllum gerðum, allt frá hraustlegum fjölskylduhjólum upp í rándýra karbonfola og keppendur voru álíka fjölbreyttir. Fyrsta mál á dagskrá var að heilsa fólki og…

Um hneigingar og bugt

Fundur í 100 km félaginu og teknir inn margir nýir félagar. Konum fjölgaði um nokkur hundruð prósenta við mikinn fögnuð félagsmanna sem eru jafnréttissinnaðir. Ágúst Kvaran var kjörinn heiðursforseti og stjórnaði hann síðan inntökuathöfninni margfrægu ásamt Sigurði Gunnsteinssyni púðabera. Var gerður góður rómur að snöfurlegri framgöngu Ágústar. Brýnt var fyrir nýjum félögum að heilsa jafnan…

Að ganga léttur í lund

er gott tómstundagaman. Ég rölti með frúnni kringum Ástjörn á sunnudaginn og í dag fór ég Áslandshringinn eins rösklega og mér var unnt í gallabuxum og skyrtu. Ég ákvað nefnilega að rölta í búðina og eftir það var einboðið að lengja í góða veðrinu. Innkaupapokinn var auðvitað stílbrot en maður setur ekki soleiðis fyrir sig.…

Helgarhreyfingin

Mér finnst sólarhringurinn hafa lengst í báða enda. Í ljós kemur að laugardagsmorgnar og sunnudags eru fullir af klukkutímum sem má nota í ýmislegt. Í gær las ég spænsku fyrir hádegi og fór svo á útihátíð og söfn með húsfreyjunni. Í dag las ég líka spænsku og dundaði smá í garðinum, gekk kringum Ástjörn og…

Biðlisti í Kópavogsþrautina

Það var gaman að sjá á hlaup.com að Kópavogsþrautin væri full og kominn biðlisti. Við höfum talað um það í vetur að nú muni keppendum fjölga í sumar og það gengur svo sannarlega eftir í fyrstu þraut sumarsins í Kópavogi. Þetta verður auðvitað bara gaman og ég hlakka til. Ég stefni á að taka barnabörnin…