Lífsgæðakapphlaup eða ódýr hreyfing

Þessi frétt RUV vakti athygli mína í gærkvöldi. Þar fjallar Sigríður Hagalín Björnsdóttir um mikla fjölgun hlaupara, vitnar í hlaup.com og hlaup.is um virkni og sýnir myndrit um þróun þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni, þar sem mikil aukning varð með markaðssetningu og stuðningi Glitnis. Í ársbyrjun 2009 urðu svo hlauphaldarar og hlaupahópar varir við mikla aukningu og…

Tímatökukerfi hlaup.com

Ég varð hrifinn af TT, tímatökukerfi hlaup.com, við fyrstu kynni og fer ekki ofan af því að þetta er öruggasta og ódýrasta kerfið fyrir tímatöku. Auðvitað krefst það fingrafimi við innslátt á númerum en í sprettþrautinni í Njarðvíkum sannaði það gildi sitt og það í keppni sem ég hélt á sínum tíma að kerfið réði…

Um verðlagningu hlaupa

Ég ákvað í vor að keppa ekkert í sumar, bara æfa eftir geðþótta og starfa við sem flest mót. Það hefur gengið ágætlega. Þess á milli er bloggað, ekki oft, en nú finnst mér tilefni. Mér þóttu margar vegalengdir dýrar í RM en þar kemur á móti mikill fjöldi starfsmanna og skipulag og ég hef…

Ágústfærsla

Ég er enn í gírnum sem heitir „nenni ekki að keppa, bara æfa“. Fyrsta september byrja ég aftur að synda í rauðabítið með 3SH tvisvar í viku og þegar Poweradehlaupin byrja, verð ég vonandi kominn í einhvern keppnisgír, því þá er ætlunin að smala byrjendum í GB-hópnum upp í Árbæ til að þeir venjist keppni…

Flateyjarkvefið

Hér á bæ gengu æfingar vel fram að stuttu sumarfríi á Snæfellsnes. Þar var vetrarveður og vöknuðum við í frosti í Stykkishólmi. Mælir sýndi 7 gráður en ískaldur norðanvindur lækkaði hitann undir núllið og við, nýkomin úr 15 gráðum í Hafnarfirði, vorum vel búin, með húfu og vettlinga og í öllum peysunum, skulfum okkur til…

Heimsmeistari og Evrópumeistari

Annie Mist Þórisdóttir, heimsmeistari í Crossfit, hefur nú unnið allt sem hægt er að vinna í íþrótt sinni. Hún skipar sér í flokk okkar helstu afrekskvenna og ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að hún verði íþróttamaður ársins og krýnd við mikinn fögnuð á Grand Hótel eftir áramót.  Ég myndi velja hana í efsta…