Maraþonleiðin fundin

Formaðurinn hringdi í rauðabítið eins og ævinlega, árrisull eins og mófugl og lét vel af helginni. Samningur FM við veðurengla verður endurnýjaður til næstu ára eftir þetta ótrúlega veður á laugardaginn. Þetta er ekki einleikið. Almenn ánægja var að sögn með hlaupið og skokkhóparnir ÍR-skokk og Laugaskokk lögðu leið sína í Fossvoginn og Nauthólsvíkina til…

Fyrir ári

Veðrið í morgun rifjaði upp marsþonið fyrir réttu ári. Þá snjóaði á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu, allar merkingar hurfu og mjög margt fór úrskeiðis. Við lærðum mikið af þeirri reynslu. Um þetta og fleira var ég að hugsa á rúmlega tveggja tíma skokki í morgun, fór hægt yfir og hugsaði aðallega um að láta mér ekki verða kalt.…

Skotinn hundur

Það er stutt í sveitina frá Hafnarfirði. Hér eru enn bændur með kindur hist og her og hestamenn fara um troðningana í hópum. Hér eru hundar skotnir á færi ef þeir voga sér að horfa á eftir búfé. Enn fá skokkarar að vera í friði, enda friðaðir.

Áhugaleysi

Ég hef engan áhuga á hlaupum þessa dagana. Ég kem mér ekki út. Fyrri fyrirheit um Laugaveg í sumar eru lögð til hliðar í bili. Það fer sem fer.

Klúður

Ég var heima við í dag, aldrei þessu vant og dundaði mér við í eirðarleysinu að rifja upp hlaup Maraþonfélagsins sem eru orðin um sextán ef ég man rétt og tel þá ekki hlaup tvisvar þar sem var maraþon og sveitakeppni samtímis. Við nær allar verðlaunaafhendingar þar sem ritari hefur komið nálægt tölvumálum hefur orðið…

Að loknu marsþoni

Að loknu sveitaþoninu kemur margt upp í hugann sem best er að festa á blað áður en það gleymist. 1. Mistök urðu við verðlaunaafhendingu þegar ritara yfirsást blandaða sveitin sem með réttu lenti í fyrsta sæti. Málsbætur eru þær að skipt var út þriðja manni fyrir sporlétta stúlku um tíu mínútum fyrir hlaup og þar…