Launhálkan er lævís

Eftir á að hyggja var heimferðin okkar á þriðjudaginn með glannalegasta móti þar sem við hlupum á götunni, á hálkumótunum og var ekki laust við að stundum munaði mjóu. En þetta verður maður að gera þegar ekki er andskotast til að skafa af gangstéttunum. Þess má geta að við förum jafnan um Flatahraun en þar…

Við eigum réttinn!

Ég lít svo á að maður eigi rétt til að hlaupa á götunni ef gangstéttin er ófær vegna hálku og sleifarlags mokstursmanna. Svo er háttað til í Hafnarfirði að bílstjórar almennt sýna manni þá virðingu að víkja eftir bestu getu, enda vanir að sjá hlaupara á ferð í ljósaskiptunum. Félagi Eiður bættist í hópinn í…

Mánudagur í mildu veðri

Tveggja stiga hiti þýddi að lambhúshettan fékk að bíða á hillunni. Hún lenti með í þvottavélinni á laugardaginn og er nú svo þæfð að hún stendur bísperrt og stinn en er eftir þetta sennilega hlýrri en áður og var þó góð fyrir. Ég bíð spenntur eftir næsta brunagaddi. Við fórum út á Álftanes á góðum…

Besti kuldinn til þessa

Það voru sjö stig á mæli þegar ég tíndi á mig spjarirnar í morgun. Innst klæða var þunn dryfit peysa, síðan jakkinn, þar yfir flísvestið og yst var endurskinsvestið sem skýlir merkilega vel fyrir vindinum. Vetrarbrók og þykkir sokkar. Á höfðinu þunn húfa og þar yfir gráa svellþykka lambhúshettan sem mamma prjónaði fyrir mörgum árum.…

Fimmtudagur á fartinni

Það er sannarlega hálka en þar sem bæjaryfirvöld hér í Hafnarfirði hafa ekki hunskast til að skafa af helstu gangstéttum hef ég ákveðið að hlaupa á götunni þar sem allt er helskafið, þenja brjóstkassann í endurskinsvestinu og gera mitt tilkall til að geta farið klakklaust milli bæjarhluta. Endurheimtum göturnar! er slagorð dagsins. Ég gef ekki…

Ávísun á slys

Stígarnir hér í Hafnarfirði eru ekki ruddir. Ef þeir eru ekki ófærir gangandi fólki vegna hárra ruðninga af götunni, er skafið af þeim til málamynda og afleiðingin verður svell hvarvetna. Ég er ekki svellkaldur maður, mjög smeykur við að detta og brjóta mig og eftir ítrekaðar tilraunir til að skokka á gangstéttum og löggiltum göngustígum…

Fyrsta flokks veður

Um 2 stig á mæli í Hafnarfirði og á leiðinni úteftir blótuðum við félagar þeirri handvömm bæjarstarfsmanna að hafa ekki skafið af gangstéttinni því fyrir vikið þurfti fólk að ganga á götunni sem var heldur ekki vel skafin. En við erum í endurskinsvestum og tökum okkar pláss í kantinum, bílstjórar eru tillitssamir og víkja eða…

Snjóþyngsli

Dagurinn byrjaði og endaði með mokstri en þess á milli skrapp ég í morgunskokk og bar fæturna hátt eins og Paavo Nurmi gerði í finnsku skógunum þar sem hann æfði löngum og þótti hafa einstaklega fallegan stíl, þegar hann mætti á brautina á vorin. Ég verð aldrei neinn Paavo því þetta var óttalegt puð en…

Kuldi er hugarástand

Ég viðurkenni fúslega að hafa sleppt útihlaupum á fimmtudaginn en þá mældist froststuðull nálægt 20 gráðum þegar vindurinn er tekinn með í reikninginn. Eftir þriðjudaginn var ég líka með verk undir bringubeini og lagði ekki í að fá kulda niður í lungun á harðaspretti móti vindinum. En í morgun var veðrið fallegt, stillt og þurrt,…

Kulvís

Ég hélt á leiðinni úteftir í dag að ég væri orðinn kulvís. Það er þekkt meðal gamalmenna að þeim gengur verr að halda á sér hita en ungmennum en þar sem ég er aðeins 51 árs, er einum of snemmt að koma sér upp öldrunarhrolli. Það sýndi sig síðan á heimleiðinni að ástæðan var of…