Daginn fyrir vorþon

Á svona dögum er gott að vera sjálfs síns herra. Ég gaf sjálfum mér frí frá vinnu klukkan tíu og var eftir það í keppendaskráningu, númerum, úthlutunum og símanum. Nýtt þátttökumet hefur verið bætt reglulega í dag og meðan ég brá mér út að skokka bættust tveir við. Svo spjallaði ég við Kristján sem var…

Endajaxlinn

Tannlæknirinn reif úr mér endajaxlinn á miðvikudaginn enda var mikil sýking undir honum sem leiddi út í eyra eftir bólgnum taugum. Daginn eftir var ég með hausverk og ég varð að sleppa sundinu í morgun því sárið er enn of opið. Þetta er grábölvað en þó gott því tannsi sagði að þessi sýking væri nógu…

Annar í páskum

Ég er ekki í þjóðkirkjunni og lít á þessa helgi eins og aðrar, bara lengri. Í dag gekk á með öllum sýnishornum veðurs fyrir hádegi og þegar ég var á báðum áttum með að fara út en sá köttinn skondra kampakátan út í rigninguna, gat ég ekki verið minni og hélt af stað í minn…

Skýrsla dagsins

Skokkaði 11 km á 6 mínútna tempói og fékk kunnuglega verki aftan í hnésbótarsinina vinstra megin. Fór í sund, synti og teygði, synti og teygði og var þokkalega sáttur við árangurinn. Skapið batnaði ekki við þetta. Best að hjóla sér til óbóta á morgun á KV ef veðrið verður skaplegt. Annars fer ég á fjallahjólinu…

Sumardagurinn fyrsti

Á sumardaginn fyrsta í Hafnarfirði er alltaf víðavangshlaup fyrir börn og fullorðna, aðallega þó börnin. Ég hef starfað við þetta hlaup þegar ég hef haft tíma, byrjaði á því 1988 og hef oftast verið þulur, því mér hefur aldrei vafist tunga um tönn. Þeir sem hlupu í árdaga mæta nú með börnin sín og fylgjast…

Páskaeggjandi sundæfing

Tímamót urðu á sundæfingunni í morgun. Þar hefur ríkt sú hefð á minni braut að þegar Robbi mætir, er hann fyrstur til að byrja með og síðan skiptast menn á. Ég get ekkert lesið gleraugnalaus og treysti því á velvild samsyndara minna. Yfirleitt hefur maður stigið kúguppgefinn úr laug eftir strembnar æfingar þar sem ekki…

69.4 km meðalhraði

Þetta var hraðinn á Haffa sigurvegara í fyrsta Prologue móti Bjarts af fjórum sem verða í sumar. Aðstæður á Krísuvíkurvegi voru með ágætum, rigning og meðvindur. Keppendur voru ræstir efst uppfrá við skiltið og brunuðu síðan niðureftir með 30 sek millibili að gamla skiptisvæðinu í Hálfkarlinum. Höfðu sumir á orði að óþarfi hefði verið að…

"Besti" heimstími í maraþoni

Þess gætir í ýmsum fjölmiðlum að sett hafi verið nýtt heimsmet í maraþoni í Bostonþoninu í gær. Þar hljóp Geoffrey Mutai frá Keníu á 2.03.02 og landi hans í öðru sæti fór einnig undir mettíma Haile Gbreselassie í Berlín, sem er 2.03.59. Vissulega er afrek Mutai gott en langt er síðan ákveðið var að met…

Hið versta mál

Liðin vika var ekki helguð æfingum af ótal ástæðum, sem allar flokkast undir væl og eymingjaskap. Frú Doktor hér í bæ sagði ekkert að mér sem blóðrannsókn og mælingar gætu staðfest og það er út af fyrir sig gott. Í anda þess fór ég á sundæfingu á föstudagsmorgni og synti þar til ég fann hvergi…

Hjólahelgin mikla

Fyrir viku fór ég með 3SH/Bjarti að hjóla og þurfti að taka vel á til að halda í við menn en það gekk ekki nema hluta af leiðinni. Á heimleiðinni var mér nógu kalt til að fá hita og beinverki á þriðjudaginn og var ómögulegur á miðv, fimmtudag og föstudag. Þetta kom í veg fyrir…