Mánudagur með strengjum

Ég ætlaði að hjóla í morgun en hætti við vegna kulda í lofti og svo taldi ég rétt að hafa til árbít handa heimilisfólkinu til að vega upp á móti fjarveru gærdagsins. Því var eldaður grautur með tilbehör og kettinum strokið öfugt til að hann búi ekki við ofdekur. Þar að auki er hann orðinn…

Langur sunnudagur

byrjar á hafragraut um hálfsjö og öðrum morgunverkum og út var ég kominn upp úr hálfátta. Fannst þá alveg tilvalið að hringja í Stein og reka hann á fætur en tókst að vekja alla fjölskylduna þar á bæ og er sennilega ekki í náðinni. Eftir eina pulsu á KV hitti ég Trausta, Anton, Pál, Jens…

Ultra Trail Mont Blanc

Járnbróðir okkar, Ásgeir Elíasson og járnsystir okkar, Bryndís Baldursdóttir, þreyta nú um helgina fjallahlaup kringum Mont Blanc. Með þeim í för eru harðjaxlarnir Börkur og Birkir Árnasynir, annálaðir fjallahafrar. Ég er með eyrnabólgu í dag, eins gott að þetta er hvíldardagur, og hef verið skipaður meðritari þeirra sem eru úti í Chamonix og fylgjast með.…

Að hjóla úr sér tognun

Ég var svo slæmur í lærinu á þriðjudaginn að ég varð að hætta eftir upphitunina fyrir hlaupæfingu með Garðabæjarhópnum. Það fannst mér leitt því eðalfólk var mætt til skokks í góða veðrinu. Ég fór inn og synti. Í gær fann ég mikla útrás í sundlauginni og í dag var beislaður hjólhesturinn Stóri Skotti (til aðgreiningar…

Lífsstílstölur

Staðan eftir tvær vikur Upphafsþyngd 84,5. Núverandi þyngd: 81,6 kíló. Farin eru 2,9 kíló á þessum 14 dögum. Ég tek tölurnar auðvitað með fyrirvara því vatnsstaða líkamans sveiflast til eftir áreynslu og saltneyslu en hefði verið sáttur við kíló á viku. En breytingarnar eru allnokkrar. Núna langar mig ekki í sykur eða sætindi, horfði á…

Litlu sigrarnir

Þar sem tognun í læri hamlar hlaupum þessa dagana er einboðið að fara í sund. Kosturinn við að æfa þrjár greinar er að maður þarf aldrei að sleppa æfingu. Í dag var ætlunin að hlaupa rólega í 90 mínútur og liðka lappirnar vel. Þess í stað var farið í sund. Fyrst synti ég 2000 metra…

Synt á netinu

Sundið er mín slakasta grein í þríþrautinni. Ég geri mér grein fyrir að nokkrar mínútur þar skipta ekki aðalmáli fyrir heildarárangurinn þar sem hjólaleggurinn er lengstur og gefur mestu möguleikana á bætingu og ekki er verra að halda þokkalegum hraða í hlaupinu. Hér mætti í löngu máli segja frá vottorðasögu minni í leikfimi OG sundi…

Af gefnu tilefni er beðist forláts

Ég tók út færslu sem hér var sett inn á sunnudaginn. Þar var fjallað um RM og úrslit og velt upp atriðum sem fram höfðu komið í umræðum manna á meðal. Ekki var ætlunin að misbjóða neinum og ég tel mig ekki hafa gert það, en mér nægir að vera sakaður um það. Ég reyni…

Til fjölmiðla

26. Reykjavíkurmaraþonið fór fram í gær og var metþátttaka í flestum vegalengdum. Heila maraþonið var um leið Íslandsmeistaramót og þar sem fjölmiðlar hafa ekki látið svo lítið að greina frá úrslitum þar, er þessi tilkynning send: Íslandsmeistari karla varð Valur Þórsson á tímanum 2 klukkustundir, 43 mínútur og 46 sekúndur. Annar varð Arnar Pétursson, 18…

RM 2009

Þetta var kæruleysisþon. Ég var klukkulaus, ætlaði að hlaupa eftir tilfinningunni og meta stöðuna fyrir járnkarlinn. Ég fann dagana áður að bólgurnar i hnésbótarsinunum voru komnar aftur og náði ekki að synda þær úr mér en ákvað að láta slag standa og athuga hvort ekki væri hægt að hlaupa þennan andskota úr sér á hæfilegu…