Þriðjudagur með þeytikúk

Mánudagurinn var auðvitað einstaklega góður með sund og hlaup samloku. Sundið liðkaði og hlaupið var hressandi seinnipartinn, örlítið vottaði fyrir stífelsi en það fór fljótlega. Ég hélt stuttan fyrirlestur yfir hlaupfélögum mínum um gildi langra og rólegra hlaupa, sérstaklega lækningamætti þeirra og fann að undirtektir voru góðar. Þegar hefur verið ákveðið að félagi Grétar komi…

Þingvellir taka II

Mættir: Kalli G, Gísli, Svanur, Eiður, Elín, Bibba, Ingólfur, Jón Sig. Lísa og Pétur hlupu með í upphafi og endi, sem og Halldór kokkur og Stefán Viðar. Helga Árna hjólaði með og á móti. Sumarliði sá um drykkjarstöðvar og akstur. Hópurinn lagði af stað klukkan rúmlega níu og skokkaði niður að hringveginum kringum vatnið. Að…

Þingvallavatnshlaupið 2008

Þetta verður í styttri kantinum en lengri frásögn kemur á morgun. Við lögðum níu af stað frá Úlfljótsvatni og komu allir í mark en þrír urðu að stytta vegna veðurs. Mótvindur var ískaldur og mikill fyrstu 35, alla leið út að þjónustumiðstöðinni. Eftir það hlýnaði manni í meðvindinum. Við fengum höfðinglegar móttökur hjá Pétri og…

Slenið búið

Ég fann í morgun að slen undanfarinna daga var búið og það var staðfest í lauginni síðdegis með 3,2 km skriðsundi til að undirbúa Þingvallahringinn. Ég fór yfir æfingalogga síðustu vikna og sá að ég hafði æft meira og minna þreyttur í þrjár vikur og alltaf tekið frekar vel á því á æfingum, stundum keyrt…

Á sumardaginn fyrsta…

var mér gefin kista… Svo segir í gömlu kvæði en ég er almennt í æfingalægð og hvíld vegna undarlegrar þreytu í skrokknum, fór ekkert út í gær og fyrir vikið er síðasti vetrardagur bókaður sem leti og ómennska. Kannski er þetta ómeðvituð leið til að hvíla fyrir Þingvallavatnshlaupið en ég VEIT að það verður klárað.…

Boston á mánudegi

Ég lagði mig í hádeginu og það svínvirkaði eftir sunnudagsþreytuna. Svo talaði ég nokkrum sinnum við Kalla G í síma sem hefur tekið að sér umsjón með Þingvallavatnshlaupinu á laugardaginn og þangað ætla ég til að láta reyna á hvað maður heldur þetta lengi út. Bíll fylgir hlaupurum hringinn og Pétur Frantzson býður í súpu…

Þingvallavatnshlaupið 2008

Þingvallavatnshlaupið 2008 verður nk. laugardag. Hefst við Úlfljótsvatn kl.09. Hlaupið verður á félagslegum hraða. Hver þátttakandi leggur til sinn mat og drykk. Pétur Frantzson sér um súpu eftir hlaup og býður í sturtu og gufu. Hann ætlar líka að redda einhverju sem hægt er að kæla fætur eftir hlaup. Þetta tekur lungann úr deginum og…

Vorið kom loksins

Föstudagur: 41 km í Heiðmörk með Steini á fjallahjólum. Lausamöl í óhófi. Blautir stígar. Laugardagur: 40 km langt og rólegt hlaup. Gott veður. Sunnudagur: Veit ekki. Er eitthvað þreyttur. Viðbót: Steinn hringdi og rak mig út að hjóla. Fór 41 á Skotta á Krísuvíkurpulsunni og Álftanesi. Komst hraðast í 49,7 km/klst úti á Álftanesi. Annars…