Aumur í læri

Einhver verkur í mjaðmaliðnum eða á þeim slóðum hefur pirrað mig núna í þrjár vikur. Hann er verstur þegar ég fer af stað en lagast þegar ég er orðinn heitur. Ég finn ekkert til þegar ég geng og get teygt á alla kanta en hlaupið í dag var sérlega slæmt, ég fann til alla leiðina…

Sprett úr spori

Við Sveinn fórum reyndar fýluferð í Garðabæinn þar sem aðrir skokkhópslimir sáust hvergi og skildum við lítið í því þar sem veðrið var mjög hagstætt til hlaupa. Fyrir vikið ákváðum við að lengja sprettina okkar þrjá, fórum út á Álftanes og jukum þar hraðann hægt og bítandi, fórum niður á 4.10 á tímabili en lengst…

Hrímgrá jörð

Þegar hrímið klæðir jörð og loftið er undurtært er gaman að rölta út þegar birtir af degi og skokka á sunnudagshraða þar til hausinn er orðinn hreinn. Ég fann ekki fyrir langa hlaupinu í gær, var léttur á mér og hraðinn var lengst af um 5:40 út í Norðurbæ eftir stígum og krókaleiðum og þaðan…

Laugardagur

Ég var syfjaður þegar ég lagði af stað, hefði viljað sofa betur og lengur og borða meira áður en ég fór af stað en það eru ekki alltaf jólin í þessum efnum. Þegar til átti að taka var veðrið blítt, heitt á höfði og úti í Garðabæ var sporið orðið létt. Heiðmörkin skartaði fallegum litum,…

Fimmtudagur

Dagarnir byrja snemma núna, jólavertíðin í þýðingum er hafin og nú ríður á að vinna af sér desemberpakkann til að geta komist í jólafrí um leið og börnin. Það þýðir að maður vaknar snemma, heldur sig vel við efnið og fagnar hverri stund sem gefst til hlaupa. Við fórum góða sprettæfingu í dag, þrjú sjö…

Þriðjudagur

Engin eftirköst eftir hlaupið í gær þrátt fyrir þokkaleg átök og við hefðum farið hraðar í dag ef færið hefði leyft það. Merkilegt hvað mikið er af hálku í Garðabænum meðan Hafnarfjörður er marauður. Það væri vel framkvæmanlegt að draga á eftir sér lausakerru með sand og saltblöndu og taka stígana rækilega fyrir. Við gætum…

Misjafnt veðurfar

Við Sveinn vorum frekar brattir eftir laugardaginn, ákváðum að hlaupa frá Suðurbæjarlaug út í Garðabæ og efna okkur þar í spretti með hópnum. Það er engin lygi að í Hafnarfirði er alltaf betra veður en annars staðar og gangstéttirnar voru marauðar, spyrnan góð en þegar nær dró Garðabænum fór slyddan og rigning að gera vart…

Langur laugardagur

Nú eru allir laugardagar langir og þrátt fyrir gráan himinn og lítið skyggni um níuleytið var hitinn átta stig á mæli og því einboðið að hlaupa út í Garðabæ. Það var notaleg upphitun, tók 45 mínútur með lykkjum og síðan hélt hópurinn upp í Heiðmörk og niður Setbergið en þar kvaddi ég og hélt heim.…

Betri tíð

Það er komin betri tíð en engin blóm í haga. Það munar svo miklu þegar göturnar eru auðar og spyrnan góð og þá er gaman að spretta úr spori, taka vel á og hrækja úr sér sora dagsins og kyrrsetunnar. Einmitt þegar gormarnir eru nýkomnir í búðina hjá Kalla, hverfur öll hálkan, en hún kemur…

Með sultardropa á nefi

Það viðraði vel til hlaupa, svalt veður en tært og hressandi og gormarnir voru skildir eftir í von um gott færi en það gekk ekki eftir. Skiptir svo sem engu þar sem við fórum rólega yfir en tvisvar lá við falli hjá mér. Nýju skórnir smellpassa, eru sem smurðir á lappirnar og ég hefði aldrei…