Stjórnarfundur

Fundur í hádeginu hjá Kristjáni og sérlegur gestur fundarins var Hilmir Arnar-og Báruson, athugull piltur og vel fundarfær, væntanlegur meðstjórnandi miðað við fundarsókn til þessa. Kökur á boðstólum að vanda. Þetta var ákveðið. 1. Aðalfundur 30. sept. 2. Paramaraþon 1. okt. 3. Fyrirkomulag á því. Önnur þon rædd og utanferðir. Skemmtiefni á aðalfundi. Pétur segir…

Kakó og hrútaber

Ég vaknaði hæfilega snemma og skokkaði í 45 mínútur eftir nýjum stígum hér í grenndinni og fór svo upp að Ástjörn þar til mér fannst nóg komið og hélt þá heim. Eftir villtan dans á NASA í gær við undirleik Kim Larsen fann ég fyrir harðsperrum en flensuvotturinn frá fimmtudeginum er horfinn. Eftir hádegi fórum…

Haustmaraþon 2005

Mér skilst að margir ætli utan í haust til Berlínar og Rómar í maraþon. Annað er 25. september en hitt 13. október. Ég hef þegar auglýst á FM-síðunni eftir upplýsingum um fjölda sem ætlar utan því það er auðvitað fréttnæmt þegar farið er utan í þon. Nú veit ég ekki hve margir fara í New…

Nú er hvíld

Einhvern tíma hefði maður dúðað sig og farið út að hlaupa og síðan í heitt bað til að rífa úr sér pestarvottinn en ekki núna. Þetta er ekki nógu hagstætt. Mér finnst kalt úti, finn fyrir beinverkjum og tilheyrandi og er gersamlega lystarlaus. Það síðastnefnda er ekki alslæmt því þá fitnar maður ekki á meðan…

Þungur

Ég ætlaði varla að hafa mig út í dag. En þar sem fólk býst við að maður komi, þá dröslar maður sér af stað, meira af vilja en mætti. Ég ákvað að ég væri að fá einhverja pest og klæddi mig vel svo mér yrði ekki kalt. Svein hitti ég við laugina og við skokkuðum…

Hvíld er góð

Þegar álagið er aukið verður maður þreyttari en venjulega og borðar meira. Að vísu er kílóunum að fækka hægt en bítandi með góðu mataræði en ég gat ekki híft mig upp í gær þegar verkunum var öllum lokið upp úr hálf átta. Ég var þungur, þreyttur og syfjaður og var sofnaður um tíuleytið. Ég veit…

Endurfundir

Við Sveinn hittumst við Suðurbæjarlaugina stundarfjórðungi fyrir fimm og þangað var einnig mættur Guðjón Ólafsson, hýr á brún og brá og varð okkur samferða út í Garðabæ, tók að sér leiðsögn um stígana milli bæjanna sem endaði í berjamó og ófærum. Samt náðum við á leiðarenda og saman fór hópurinn Garðabæjarhringinn sem er hálfur sjöundi…

285

Þá eru úrslitin komin inn á marathon.is og ég byrjaði á að biðja um að vera hafður með því nafnið mitt vantaði. Ýmislegt er að rugla skráninguna og ég ræddi lengi við félaga Þórð um nokkur augljós mistök því svo virðist sem hópurinn sem lagði af stað klukkan níu sé að flækjast inn á milli…

Sprækur sem lækur

Það eru gömul sannindi að maður getur hlaupið sig í form með því að mæta í keppnishlaup og taka rækilega á. Þetta sannreyndi ég í dag eftir sunnudagshvíldina að fæturnir eru fisléttir á mánudegi og gátu hlaupið hratt og rösklega upp Ásfjallsbrekkuna og víðar um bæinn á þessum klukkutíma sem var frátekinn fyrir hreyfinguna. Með…

Eftir hlaup

Það var gaman að koma í Lækjargötuna, heilsa vinum og kunningjum, gantast á góðum nótum og spyrja almennra tíðinda. Rigningarsuddinn gerði að verkum að maður hamaðist við að halda sér heitum og Garðbæingar hittust snöggvast við styttuna á MR túninu og peppuðu sig. Hópurinn var stór og við vorum lengi að komast á hlaupahraða en…