Á létta strengi slegið

Eftir laugardagshlaupið tók ég eina íbúfen, eiginlega af gömlum vana og dundaði svo við ryksugun og tiltekt, ákvað að sópa eldhúsgólfið með skaftlausum kúst og gat því teygt rækilega í leiðinni. Þessi iðja leiddi til sópunar á forstofu og gangi. Á sunnudagsmorgun vaknaði ég og fannst eitthvað vanta. Strengurinn í lærinu sem ég fann fyrir…

Frábær laugardagur

Vikan hefur einkennst af slappleika og áhugaleysi og það var með hálfum huga sem ég lagði af stað í morgun. Fór úteftir á 5.30 og lagaðist með hverjum kílómetra. Núna var aukaflaska meðferðis og úti í Garðabæ drakk ég 0,7 lítra og fyllti á flöskuna. Í beltisflöskunni var saftblanda. Við fórum fyrir Kársnes á 5.17…

Á brettinu

Rok í morgun og ég fór í ræktina, tók mér stöðu við hlið Gunnars hlaupafélaga míns í skokkhópnum, sem fór mikinn, og ætlaði að hlaupa 30. Fyrstu 18 voru fínir á 5.15 hraða en svo þurfti ég að bæta á brúsa og fara á kamarinn og eftir það var ekki sama stuðið í manni. Ég…

Besta Poweradið í vetur

Eftir miklar æfingar undanfarnar vikur reiknaði ég með 50 mínútna Poweradi, ætlaði að hlaupa á notalegum hraða og ekki standa á öndinni. Þetta var líka áttunda æfingin í vikunni, tvöfalt alla daga og einboðið að einhvern tíma yrði mælirinn fullur. Við skokkhópsfélagar fjölmenntum og vorum tólf samkvæmt lauslegri talningu. Mikil stemmning fyrir hlaupið eins og…

Góður samlokudagur

Ég var mættur á slaginu sjö í ræktina, óður í hreyfingu eftir tímann hjá Rúnari í gær og byrjaði á 60 mínútna moðerfokker á hjólinu með níu toppum! Á 12. level er þetta helvítis puð og eftir að hafa reynt að berja Bibbu til afreka á grannhjólinu, var bitið á jaxl og þraukað. Síðan var…

Skrækt á bekknum

Ég fór til Rúnars í dag með strenginn og auðvitað fékk ég sama orðið í eyrað og venjulega; teygja meira!! Ég veit upp á mig skömmina og lofaði öllu fögru en á móti sýndi Rúnar mér fyndin myndbönd, setti stuttbylgjutækið á lærið og nuddaði svo fast og ákveðið þar til skrækir ómuðu um gangana. Þetta…

Fimm

Óvenju mikið að gera hjá kontóristum þessa dagana og ég var sestur við tölvuna upp úr sex í morgun. Neyddist til að sleppa morgunæfingunni fyrir vikið en brunaði upp á Lyngháls og klæmdi tveimur pókerþáttum inn á spólu. Lýsingin er á köflum ekki fyrir börn. Síðan beint á kontórinn, át hádegismat úr kassanum á leiðinni,…