Ellefta boðorðið brotið

Ég hef fyrir reglu (reyni að fara eftir henni) að æfa ekki á sunnudögum. Það útilokar ekki virka hvíld en maður á helst ekki að gera neitt erfitt. Nóg af því aðra daga. Ég hef séð nógu mikið af því á undanförnum árum að menn setja jafnaðarmerki á milli magns og gæða og ætla að…

125!

Góður dagur byrjar snemma. Ég var kominn á fætur rúmlega sex, eldaði tvöfaldan skammt af hafragraut, hellti upp á bleksterkt kaffi og tók lýsi með þessu. Síðan var skitið og tennur burstaðar. Ekki samtímis. Ég fékk nýjan hjólagalla í Markinu hjá Rúnari og er sá í sömu litum og nýi Skotti. Hann er hæfilega þröngur,…

Rólega helgin

Ég fann á fimmtudagskvöldið hvað ég var gersamlega orkulaus, verkjaði í lappirnar og lét því hálfa æfingu duga. Ég var heima á föstudaginn, vann svolítið, lagaði grindverkið og fleira og á laugardaginn hjólaði ég 42 km og fór í göngutúr um kvöldið. Lappirnar voru slæmar og ég át mikið þessa daga, stóð á beit í…

Fimmtudagsmorgunn

Æfingar ganga vel. Nú er alltaf ávaxtapoki í jeppanum og ég borða á 3 tíma fresti til að halda orku. Ég fann um daginn þegar orkuleysið greip mig og ég asnaðist til að éta þrjú prinspóló og drekka kók með, að sykurinn var of mikill og ég komst varla úr sporunum vegna blóðsykurssveiflunnar. Nú eru…

Mánudagur í júní

Fyrsta alvöru æfingavikan fyrir járnkarlinn gekk prýðilega. Að vísu fékk ég átkast á fimmtudaginn, á leið á hjólinu á verkstæðið þar sem jeppadruslan var í viðgerð að ég kom við í búð, keypti kassa af Prins Póló og lítra af kók og át þetta á leiðinni og síðan fyrir æfingu þar til ég fann að…

4. júní.

Mættur í vinnu. Hjólaði 25 km á leið þangað, krækti fyrir Kársnes og út í Nauthólsvík. Sama leið heim og hlaupaæfing síðdegis með skokkhópnum. Gott veður og stefnir í alvörudag.

3. júní

Hjólaði 30 km alls á leið í vinnuna. Vann til hálffjögur en þá verður hjólað heim og síðan er mæting á kriteriumæfinguna hjá HFR í kvöld í iðnaðarhverfinu. Ég breytist í þríhjól ef svo heldur sem horfir. Viðbót: Helgi og Trausti komu á kvöldæfinguna og við fórum nokkra hringi með 2 görpum úr HFR. Þeir…

2. júní

Ég synti 2,1 og fannst það ágætt. Mér leið vel en náði svo ekki seinni æfingunni um kvöldið vegna anna. Stundum þarf að gera fleira en gott þykir.

Fyrsti júní

Nýr mánuður, nýtt prógramm, nýtt veður og nýtt hjól en sami gamli skrokkurinn. Eftir fríið er ég þokkalega hvíldur og til í tuskið. Ég ætla að þrælast á hjólinu eftir bestu getu meðan ég er að ná úr mér strengnum og synda þess á milli. Hlaup verða í hófi. Í anda þessa fór ég út…