Virk hvíld

Við sem hlustuðum á Neil segja frá æfingum sínum og framtíðarmarkmiðum á fundi UMFR 36, urðum held ég flest fyrir miklum áhrifum, sem komu fram í spjallinu fyrstu 10 km í þoninu í gær. Hugtakið „virk hvíld“ heyrðist víða og létu sumir þess getið að ekki kæmi til greina að sitja á rassgatinu daginn eftir…

Skemmtilegasta maraþonið mitt!

Margt gerði vormaraþonið í dag skemmtilegt. Þetta var 30. þonið mitt, áfangi sem lengi hefur verið stefnt á og undirbúningur fyrir það var að mörgu leyti óvenjulegur miðað við hin þonin. Æfingar frá 1. febrúar hafa nefnilega miðast við þríþraut og því hefur verið hjólað og synt í ríkum mæli með hlaupunum. Mataræði hefur verið…

Virk hvíld fyrir maraþon

Samkvæmt þema vikunnar er ætlunin að leggja þreyttur af stað í þaramonið í fyrramálið og því var steðjað til sundlaugar seinnipartinn. Kannski sat fyrirlestur Neil í manni því óvenju vel gekk að synda núna, vinstri höndin var í góðum takt við þá hægri og fyrir vikið rann ég miklu betur áfram í vatninu og gekk…

Maraþonundirbúningur og ungmennafélagsfundur

Þótt ég sé ekki í stjórn FM er engin leið að hætta störfum og mér var bæði ljúft og skylt að sinna skráningum í gær og fyrradag, aðallega í gær og klára síðan að útbúa númer, lista og önnur gögn í dag. Ég hef aldrei séð eftir tíma mínum í þetta, meðan eitthvað gagn er…

Grein í Morgunblaðinu

Óvænt ánægja að opna Mbl. í morgun. „ÞAÐ fer ekki fram hjá nokkrum upplýstum manni þegar Reykjavíkurmaraþonið er haldið, sérstaklega ekki eftir að Glitnir hóf að auglýsa það af miklum móð. Færri, raunar miklu færri, taka eftir því þegar Félag maraþonhlaupara (FM) blæs til vor- og haustmaraþons en það hefur félagið gert allar götur frá…

Harðræði taka II

Enn stendur tilraunastarfsemi yfir því nú fór ég frekar svangur af stað til ræktar og hef tamið mér undanfarinn mánuð að drekka eingöngu vatn og sleppa orkudrykkjasulli að fordæmi mér betri hlaupara. Byrjað var á píramídatilbrigði við brekkuprógram dauðans frá í gær og núna hélt ég út klukkutímann og stökk eftir það beint á bretitð…

Tilraun með harðræði

Undir áhrifum frá Bobby Brown ákvað ég að fara frekar þreyttur og slenaður á æfingu og reyna að svæla letina úr mér. Mánudagurinn varð aðeins einnar æfingar og fyrir vikið fékk ég samviskubit um kvöldið og át heilt páskaegg í einhverju bríarí, fékk í magann um nóttina og svaf illa. En í ræktinni var tilvalið…

Hreyfing í fríi

Hér var vaknað með fuglum í gærmorgun og skundað á Þingvöll til gönguferðar. Þar var sporað víða og skoðaður foss í klakaböndum, hugað að almennu færi á göngustígum og horft á merkilegar myndir í klettunum þar sem alltaf er eitthvað nýtt að sjá. Eftir heimkomuna rak fiðringurinn mig út að hjóla í sólskininu og var…

Að hjóla eins og moðerfokker

Það er gott að hafa nógan tíma til að æfa. Ég var mættur í ræktina upp úr 1 í dag og sat á þrekhjólinu þar til klukkan sló fjögur. Það herti á manni að fá Bibbu við hlið sér sem hjólaði eins og moðerfokker, tók 42 km á klukkutíma á Random Hill og næsta víst…

Svona læknar maður þreytu og slen

Synti í morgun 1100 metra, aðallega drill en slatti af skriðsundi með. Ég var hálf latur eftir hádegið en kláraði samt skattskýrsluna og við það færðist nýtt líf í búkinn og ég fór snemma í Garðabæinn, lagði af stað rösklega fjögur og skokkaði rólega um holt og hæðir þar til öll þreyta var úr mér…