Allur á hjólum

Nú er hjólað út í eitt og ekkert hlaupið. Það er svalt á morgnana og maður er aðallega í því að ná í sig hita eftir heimferðina. Helgarnar verða til skokks.

Hjólað í vinnuna

Fyrsti dagur í hjólreiðaátakinu. Var 35 mínútur frá Hafnarfirði að Laugavegi í meðvindi og tók lítið á til að svitna ekki eins mikið. Morgunferðin er hugsuð sem upphitun en á heimleiðinni verður lögð lykkja á leið og svitnað vel. Fylgist með gengi okkará vef ÍSI. Takið eftir hverjir eru efstir í flokki smáfyrirtækja. Viðbót eftir…

Göngudagur fjölskyldunnar

Þetta var letidagur, kaffi og blöðin fram eftir morgni, og síðan voru dregnir fram gönguskór og haldið til Helgafells. Alltaf gaman að skoða móbergsmyndanir og veðrun þar efra og við undum þarna lengi dags. Engir strengir eftir gærdaginn, aðeins notaleg tilfinning. Á morgun hefst alvaran því við Laugavegsbændur höfum skráð okkur í átakið Hjólað í…