Læknadagshlaupið

fór fram í morgun í ágætis veðri en reyndar fór að rigna þegar á leið. 67 mættu og 65 kláruðu því einn datt og sneri sig og annar aðstoðaði hann í sjúkrabíl. Launhált var í pollum og skaflajárnaðir hrósuðu happi. Herra Formaðurinn var hlaupstjóri og kortagerðarmaður og Magni og Kristján voru á klukkunum. Sjálfur sat…

Morgunsund gefur vatn í mund

Ég lét mér nægja 5 km á síðdegisæfingunni í gær, enda þreyta í fótunum og fór síðan í HF til að aðstoða við Atlantsolíuhlaup FH. Menn renndu svolítið blint í sjóinn með þátttökuna en þegar á reyndi streymdi að fólk af Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu, bæði fulltrúar langhunda, sprettara, gamalreyndra og svo voru margir nýliðar í hlaupum, sem…

Uppsöfnuð þreyta

Vikan byrjaði eiginlega of rösklega í þetta sinn. Mánudagurinn varð samloka með sveittri bílskúrsæfingu og seinnipartinn fór ég út í Garðabæ og ætlaði að hlunkast minn upphitunarhring en hitti þá Björn Rúnar félaga minn sem er frekar sporléttur þessa dagana og hann hélt uppi þeim hraða að ég neyddist til að vera á tánum og…

Bílskúrsblúsinn

Við kisi fórum í bílskúrinn í morgun, hlustuðum á útvarpið og meðan svitinn streymdi niður á blaðabunkann undir framhjólinu, sleikti kisi dropana með velþóknan og fylgdist íhugull með mér eins og katta er siður. Öðru hverju ávarpaði ég hann þegar gullkornin í útvarpinu vöktu hugsun og fannst mér hann æ greindarlegri eftir því sem leið…

Þolinmæði er dyggð

Ég fann í morgun að lítil hlaup undanfarinna mánuða hafa haft áhrif. Nú þarf ég að safna stuttum æfingum, helst 8-10 km, ekki lengri og losna við þessa þreytuverki sem gera vart við sig eftir 12 km. Mér fannst ég þungur og ekkert komast áfram en sennilega hefur hitinn haft sitt að segja og vökvatapið…

Í dulargervi

Ég var á Lynghálsi í vikunni við pókerklám eins og það er kallað þar á bæ og varð þess var að heimamenn höfðu fylgst vel með stóra umfjöllunarmálinu, því nú eru öll mál stór. Þeir vita vel hvað útsendingar og tæki kosta og sá mannskapur sem þeim fylgir og gátu sagt mér af hverju RÚV…

Korn í mælinn

Biluð plata? Örugglega. Til að spara innslátt, vísa ég á þessa færslu mína. Nú vitum við hvað íþróttaklukkutíminn á RÚV kostar. Með sama hætti mætti reikna út eða spyrja hvað kostar 5 mínútna bókaumfjöllun í Kiljunni. Hvað kostar gott plöggviðtal í Kastljósinu? Er hægt að kaupa sig inn í Landann á sunnudagskvöldum? Fyrir hvað borgar…

Kathleen Smet II

Fyrirlestur Kathleen Smet á fimmtudagskvöldið var vel sóttur og gerðu menn góðan róm að því sem þar kom fram. Hún byrjaði á því að kynna Emmu Snowsill og Javier Gomez stuttlega, vék síðan að þríþrautarþjálfun fyrir börn og unglinga og endaði á fullorðnum og talaði mikið um víðavangssund. Það fór um suma þegar æfingaáætlun fyrir…

Strikamerki á hlaupara

Nú er kreppa og niðurskurður og ekki hafa allir efni á að leigja sér flögur og tölvur og mottur og þess háttar. En strikamerki er ódýr og góð leið til að merkja fólk. Ég hvet hlaupara og hlauphaldara hér með til að útvega sér strikamerki, næla eða líma það á sem flestar hlaupaflíkur og eftir…

Í upphafi….

Í skokkhópinn minn í Garðabæ bættist nýliði um daginn. Ég hélt mig því aftarlega og gætti þess að hann týndist ekki og svo spjölluðum við svolítið eins og fara gerir. Hann byrjaði á því að spyrja hvað ég hefði verið lengi í þessum hlaupum. Ég upplýsti að 1983 hefði ég byrjaði að skokka eitthvað en…