Í upphafi….

Í skokkhópinn minn í Garðabæ bættist nýliði um daginn. Ég hélt mig því aftarlega og gætti þess að hann týndist ekki og svo spjölluðum við svolítið eins og fara gerir. Hann byrjaði á því að spyrja hvað ég hefði verið lengi í þessum hlaupum. Ég upplýsti að 1983 hefði ég byrjaði að skokka eitthvað en ekki var það mikið eða langt.
Honum fannst þetta ákaflega langur tími. Ég reiknaði svo út núna áðan að ég get haldið upp á 30 ára hlaupafmæli í janúar 1983. Síðan fórum við að tala um hvatningu og örvun og fjölbreytni, allt þetta sem maður þarf á að halda til að nenna þessu. Ekki sá ég öll þessi ár fyrir þegar ég byrjaði en alltaf er sama sagan í janúar. Maður þarf alltaf að rífa sig upp á nýja árinu, setja sér markmið svo þetta puð hafi einhvern tilgang. Ef letin læðist að mér, hugsa ég um Köln í byrjun september.
Núna er janúar á prógramminu og ég stefni á að auka einingamagn um 30 km á viku þar til ég næ um 120 einingum og ætla að halda því út febrúar. Það er líka á hreinu að ef ég hefði ekki úr þremur greinum að velja, væri þetta ekki eins gaman. Þess vegna er gott að vera í þríþraut. Ef er kalt úti, fer ég bara í sund eða sest á hjólið í bílskúrnum og les á meðan eða hlusta á útvarpið.

P.S. Með lagni er hægt að koma bók fyrir á letistýrinu en þá er vissara að hafa buff til að taka við svitanum. Annars kemur maður inn með bókina löðrandi í svita. Annar kostur er þessi græja. Hvar ætli hún fáist?

Ein athugasemd við “Í upphafi….

Færðu inn athugasemd