Bláfjallahringurinn 2005

Ég hef alltaf náð því að stimpla vorið inn með Bláfjallahringnum og ákvað í morgun að drífa mig, þrátt fyrir grunsamlega lágan lofthita á mælinum. En sólin skein og ég reiknaði með því að það myndi hlýna þegar liði á. Svo varð ekki. Að auki misreiknaði ég vindinn og hafði hann í fangið alla leiðina…

Föstudagsröltið

Eitthvað hef ég tognað innanlærs eða í vöðvafestingum í nára því föstudagsskokkið var með rólegasta móti, aðeins 7 km en heima var dreginn fram hjólhestur og teknar léttar salibunur í hverfinu þar til lappirnar liðkuðust. Nú er dælt í dekk og hertar skrúfur, stilltir gírar og bónað stell til að mæta vorinu. Maraþonskráin hefur verið…

Ellefu

Þessi dagur var jafnvel betri til hlaupa en í gær og er þá mikið sagt. Enn var fækkað fötum, sennilega hleyp ég nakinn þegar maí rennur upp, en núna nýtur maður þess í ræmur að geta hlaupið á stuttbuxum og langerma Jóabol. Þetta átti að vera rólegur klukkutíma en hraðinn jókst umtalsvert eftir upphitunina og…

13 er happatala

Þrettán voru kílómetrar dagsins, fyrstu sex voru á sex mínútna hraða því bæði var ég stirður eftir gærdaginn og allt of mikið klæddur að ofan. Betur hefði verið að sleppa stakknum og vera bara á langerma peysu frá Jóa. Leiðin lá um nýja Vallasvæðið, upp að Hvaleyrarvatni og yfir hálsinn, niður Setbergið og heim með…

Sprettur

Gjört skal heyrinkunnugt. Fyrsti stuttbuxnadagurinn er formlega runninn upp. Hér eftir verður ekki farið í síðar fyrr en saman frýs sumar og vetur einhvern tíma eftir sláturtíðina í haust. Leiðin lá að sjálfsögðu kringum tjörnina en þar fer hver að verða síðastur til að hlaupa því umferð er bönnuð um friðlandið meðan fuglarnir verpa. Hins…

Grjótburður

Sunnudagskvefið varð til þess að blásið var til þrekæfingar á ströndinni fyrir neðan hverfið okkar. Þar var rogast með ávala og átaksilla hnullunga, ritarajeppinn hlaðinn þar til brakaði í fjöðrunum og síðan ekið heim að lóðinni þar sem hún var afmörkuð með steinunum. Uppskárum við aðdáun nágranna, sára og skinnlausa lófa og hrikalegan bakverk sem…

Laugardagshlaupið

Hér spretta upp hús eins og gorkúlur og nýtt hverfi verður til á augabragði. Að vanda er til fyrirmyndar hvað göngustígar verða fljótt tilbúnir í þessum hverfum og því lá leiðin öfugan hring kringum Ásfjallið og yfir það með ýmsum krókaleiðum í Vallahverfinu hér handan Reykjanesbrautar. Það styttist óðum í stuttbuxnaveður, svitinn lak í lítratali…

Stigið

Ég kom svo svangur heim í gær að ég hefði ekki getað hlaupið nema fetið svona máttlítill. Þess í stað voru etnir afgangar þar til kollurinn hresstist og þá var sótt hjól í bílskúrinn og haldið sem leið lá í átt að Sveifluhálsi. Umferðin var lítil og ég náði að halda 80 stigum á mínútu…

Sumardagurinn fyrsti

Það er komið sumar í Hafnarfirði eins og annars staðar og ekki fór ég í sumardagshlaup FH eins og í fyrra, heldur vappaði á eigin vegum og hraða í hartnær klukkutíma, andaði að mér hlýrri golunni, kappklæddur vegna vorkvefsins og hrækti slími á báða bóga. Merkilegt hvernig kvefið situr um mann eins og lævís köttur…

Úrslitin í London

Úrslitin í London voru að detta inn síðla kvölds. Okkar fólki gekk vel. Setti úrslitin á forsíðuna. Dundaði mér við að breyta forsíðu FM síðunnar einu sinni enn. Hvað gerir maður sér ekki til dundurs? Fór í afmælisveislu eftir sunnudagshlaupið þar sem pastasalat var í boði. Súkkulaðikökur voru látnar eiga sig. Ég hélt að ég…