Skýrsla ritara

Félag maraþonhlaupara var stofnað haustið 1997 og hefur kjarni stjórnar verið óbreyttur síðan. Starfsemi félagsins felst í því að standa fyrir tveimur maraþonum á ári og hafa síðustu ár bæst við paraþon að hausti og sveitaþon á góu eða þar um bil. Kjörorð félagsins er í anda MakkDónalds, þ.e að elska alla og þjóna öllum…

Comrades!

Á dagskrá Stöðvar 2, held ég, þann 11. október, verður kvikmyndin The Long Run, á dagskrá. Sögusviðið er S-Afríka þar sem aldraður sérvitur hlaupaþjálfari er að þjálfa hóp ungra verkamanna og stúlku frá Namibíu fyrir Comrades maraþonið sem er um 90 km eins og Ágúst Kvaran og Eiður Aðalgeirs vita vel. Í myndinni segir frá…

Í takt við tímann

Við fórum rólegan klukkutíma kringum vatnið, sex mínútna hraði lengi vel en aðeins greiðara á heimleiðinni. Það gengur vel að hlaupa hægt, svo vel að nú er vilji fyrir að bæta mánudeginum við pakkann. Þá yrði hraðaæfing í einhverri mynd, sennilega 3 sinnum 1000 eða eitthvað svipað, jafnvel 20 mínútna tempó. Málið er í skoðun.…

Tólf pör

Skráningar í Paraþonið eru komnar í hús og skráningu er formlega lokið samkvæmt lokafresti sem gefinn var upp á síðu FM. Tólf pör, tuttugu og fjórir hlauparar. Um þetta mætti segja ýmislegt. Þetta verður gott hlaup í góðu veðri og þægilegt um að sjá.

Sólarmegin

Það er gott að hlaupa að morgni dags þegar mælirinn stendur á frostmarki, loftið er þurrt og manni er notalega svalt á búknum, getur látið sig rúlla á 5.10 tempói og hugsað um landsins gagn og nauðsynjar. Áslandsbrekkan er skyldustykki á svona dögum til að hreinsa slímið úr öndunarfærunum og styrkja lappirnar. Svo tók við…

Hægt og hljótt

Þegar hlaupin eru farin að hafa áhrif á bjórþambið er formið greinilega að lagast. Mér tókst ekki að lepja nema úr einni kollu í gær yfir varpinu, þóttist vita þegar haglélið buldi á þakinu að veðrið yrði gott daginn eftir og það gekk eftir. Heiðskírt og stilla, notalegur svali og Garðbæingar héldu í haustlitaskokk um…

Reistur píramídi

Það var píramídaæfing í dag hjá Garðbæingum, upphitun í 2 km eða þar um bil en síðan tóku við sprettir á yfirveguðum hraða, fyrsti 15 sek, næsti, 30, 45, 60, 75, 90 og svo var undið niður. Alls ellefu. Skokk heim. Þetta tók tæpan klukkutíma og var hópurinn sporléttur. Skráningar eru að hellast inn í…

Villur vega

Planið hljóðaði upp á 50-60 mínútur rólegar fyrir lengri hópinn og 40 fyrir styttri hópinn. Það hefði gengið upp ef leiðsögumaðurinn (ég) hefði haft leiðina betur á hreinu. Við fórum meðfram Garðabæjarlæknum upp að vatni og þar upp brekkuna og beygðum til hægri inn hestaslóðann í átt að Vatnsendahæð. Þar er nefnilega hestaslóði upp alla…

Sunnudagsþankar

Það er ekki nema vika síðan ég sagði húsfreyjunni að sunnudagar væru hvíldardagar en samt varð hún ekki hissa þegar ég hvarf út fyrir hádegi með brúsa við belti. Ég fór í klukkutíma hérna í nágrenninu, skoðaði nýtt byggingarland þar sem einu sinni voru sorphaugar bæjarins og orti sléttubönd á leiðinni. Þokkalegt dagsverk.

Tognun? Hvaða tognun?

Hvíld, hjólreiðar og pottsetur læknuðu tognunina á nokkrum dögum þótt það hafi ekki verið gaman að horfa á eftir hópnum í hraðaæfingar á fimmtudaginn. En í dag var haustlitahlaup um Heiðmörkina, engar brekkur að þessu sinni, heldur 90 góðar mínútur með hraðaaukningum niður stíginn og léttu skokki í lokin. Ég fann ekkert til í löppinni,…