Þungi fer í Krikann

Mælirinn sýndi 8 stig þegar ég hélt af stað í upphitun, frekar tímanlega og því missti Grétar af mér, fór enda beint í Krikann en ég að lauginni og þangað komu Sveinn og Bjössi. Saman héldum við til Krika og hlupum Yasso-spretti, fimm talsins, og töltum á milli. Ég lét mér nægja þrjá, enda þreyttur…

Þungi varð sporléttari

Sunnudegi var fagnað með morgunhlaupi á góðum hraða og það skilaði sér síðdegis í dag í ágætum hraða með Garðbæingum og nærsveitamönnum. Þriðjudagar eru rólegir en samt var meðalhraðinn 5.15 og þess á milli voru léttir rykkir að hætti hússins, t.d. hljóp ég uppi mann í stuttbuxum til að fá hann til að mæta á…

Þungi fer með bænir

Fyrir ræsinguna í gær fórum við með gamanmál sem gott er að halda til haga. Til að hvetja þá væntanlega félaga í FM var á það minnt að fyrsta þonið væri eins og að missa sveindóminn. „Eða meydóminn“ heyrðist þá í félaga Sigurjóni. Við þetta lifnaði ákaflega yfir sumum í hópnum. Fyrir hálfmaraþonhjörðina fórum við…

Þungi í vorþoni

Sumir dagar byrja snemma. Ég vaknaði með fuglum og var kominn að rásmarkinu við stokkinn rúmlega hálfsjö og hlustaði á þögnina þar til Bryndís kom rúmlega sjö, heilsaði, tvísté og lagði af stað. Annar kom hálfátta í snemmræsingu. Svo varð klukkan átta og maraþonhlauparar mættu og skulfu sér til hita. Eftir það voru fastir liðir…

Þungi fagnar sumri

Fyrsta hreyfing vikunnar var í morgun. Aðrir dagar vikunnar hafa ekki skilað afgangsorku í lok dags til hreyfingar, þó maður hefði haft gott af sundi og hjólreiðum, en hausinn er ekki með í þessu, neitar samvinnu og vill vera inni. Skil sumars og vetur eru afstæð. Ég finn engan mun á þessum degi og hinum…

Þungi fer til Heiðmerkur

Við Fjallaskotti fórum héðan í bítið til Heiðmerkur til að liðka okkur og sjá eitthvað af tvíþrautinni. Það stóð á endum að þegar við pjökkuðum upp brekkuna var hlaupið komið vel af stað og við rásmarkið stóðu tímaverðir og nokkir áhorfendur í veðurblíðunni. 20 manns voru skráðir, 2 konur og 18 karlar. Steinn og Torben…

Þungi fer bæjarleið

Ég fór mína 20 í morgun með Garðbæingum. Fór hægt og fékk far heim síðustu kílómetrana. Það var fallega gert. Nú hlusta ég á tónlist. Þetta lag sem hér er innsett heitir Afneitun eða Αρνηση á frummálinu og er við kvæði eftir Giorgios Seferis.

Þungi beislar Skotta

Skotti var tekinn út í fyrsta sinn á árinu og við fórum Krísuvíkurveginn í mestu makindum og hinar og þessar krókaleiðir eftir það í leit að skjóli því vindurinn var í fangið uppeftir. Iðnaðarhverfið kom vel út, vegurinn næstum smásteinalaus og eftir það renndi ég hlaupaleiðina í hálfkarlinum og hún var líka vel hjólfær. Smásteinar…

Þungi fer á stjórnarfund

Það svínvirkar að halda stjórnarfundi í Vífilfelli. Allir mæta og herra formaður býður í mat. Núna fengum við fiskibollur með grjónum og hrásalati en Stefán var eingöngu í grænfóðrinu. Umræðuefnin voru auðvitað vorþon þar sem stefnir í þátttökumet, verkaskipting, sem er á hreinu, mönnun drykkjarstöðva, verðlaun, drykkir, borð, keilur, myndataka, bikarar, kakó, Jóatjald, markpokinn og…