Rigningin er góð

Ellefu stig á mæli. Stuttbuxnaveður? Ég hefði átt að skella mér í stuttar en lagði ekki í það vegna spéhræðslu og ótta við kvöldkul en hefði átt að hunsa slíkar firrur. Þetta var svo gott veður að rokið og rigningin skiptu engu máli og það var unaðslegt að skokka út eftir, gera upp daginn í huganum eins og maður gerði alltaf í kennslunni, skipuleggja næsta dag sem er snöggtum fljótlegra núna þegar verkefnin liggja ljós fyrir og horfa í kringum sig.

Úti í Garðabæ var doktor Þorgerður mætt og við fórum fetið og ræddum málin í 4 km en eftir að hafa lagt henni lífsreglurnar um framtíðarþjálfun fór ég heim eins og druslan dró til að ná kvöldmatnum í tæka tíð. Það tókst og gott betur.

Færðu inn athugasemd